Breiðavíkurhagfræði Þorvaldur Gylfason skrifar 18. september 2008 06:00 Stígvél í Moskvu í gamla daga kostuðu ekki þrjátíu rúblur, þótt það stæði skýrum stöfum á verðmiðanum. Þau gátu kostað þrjátíu rúblur og þrjá tíma, ef biðröðin fyrir utan búðina var löng. Reglan um fórnarkostnað er þessi: stígvélin kosta það, sem kaupandinn þarf að fórna til að fá þau. Sumir fengu stígvélin fyrir fimmtíu rúblur með því að borga einhverjum tuttugu rúblur fyrir að standa í röðinni. Ef stígvélunum var rænt á heimleiðinni, hver átti bótakrafan að vera? Þrjátíu rúblur eða fimmtíu? Klárlega fimmtíu, og þá hefði átt að duga að leggja fram kvittun fyrir stígvélunum og fyrir tuttugu rúblna greiðslunni til þess, sem tók að sér að bíða í röðinni. (Reyndar voru tryggingar svo að segja óþekktar í Sovétríkjunum sálugu, en það er önnur saga.) Að sönnu gefa menn yfirleitt ekki út kvittun handa sjálfum sér fyrir að standa tímunum saman í biðröð, en það breytir engu um eðli málsins: biðtíminn kostar sitt. Zeit ist Geld, segja Þjóðverjar. Verðmiðar geta verið villandi. Tökum annað dæmi, svo að ekkert fari milli mála. Margir stúdentar, stjórnmálamenn og aðrir eru mótfallnir skólagjöldum. Þeir telja, að með skólagjöldum væri horfið frá þeirri skipan, að menntun sé ókeypis. En stöldrum við: menntun er ekki og hefur aldrei verið ókeypis. Stúdentar þurfa nú eins og alltaf áður að kosta miklu til að eyða mörgum árum í menntun sína, því að tímann gætu þeir ella notað til að vinna sér inn tekjur. Skólagjöld yrðu aldrei annað en léttvæg viðbót við þann fórnarkostnað, sem stúdentar bera nú þegar vegna skólagöngu sinnar. Skaðabætur, miskabæturBandarísk skaðabótalöggjöf virðir fórnarkostnaðarhugtakið. Ef einn veldur öðrum tjóni í Bandaríkjunum, er fjárhagslegt tjón ekki bundið við útlagðan kostnað tjónþolans, heldur er fórnarkostnaðarhugtakið lagt til grundvallar skaðabótamatinu. Takist tjónþolanum að sýna fram á fjárskaða umfram útlagðan kostnað, og það er iðulega auðvelt, eru honum dæmdar bætur í samræmi við það. Bandarískir dómstólar dæma tjónþolum því iðulega myndarlegar skaðabætur, sem eru tjónvöldum víti til varnaðar. Ætla mætti, að draga myndi úr svikum, fúski og vanrækslu ýmissa íslenzkra byggingarfyrirtækja, ef lögin í landinu byðu þeim að bæta fórnarlömbum sínum ekki aðeins útlagðan kostnað, heldur allt fjártjón, til dæmis vegna tímans, sem það tekur fórnarlömbin að leita réttar síns, og annað rask. Miskabætur eru annars eðlis, þar eð þær eru bætur fyrir annað tjón en fjártjón. Alþingi þarf að færa skaðabótalögin og skylda löggjöf í nútímalegt horf með fórnarkostnaðarhugtakið að leiðarljósi. Dæmdur saklausHöldum áfram. Hugsum okkur mann, sem var ranglega dæmdur til fangavistar. Tíu árum síðar kemur í ljós, að hann var saklaus. Hvernig er hægt að bæta honum skaðann? Slíkur skaði verður aldrei bættur til fulls, en fórnarkostnaðarhugtakið varðar veginn að sanngjörnum bótum. Hægt er að dæma manninum bætur miðað við þau laun, sem hann hefði getað unnið sér inn, hefði hann um frjálst höfuð strokið frekar en að sitja inni í tíu ár.Hálaunamaður fengi þá ríflegri bætur en láglaunamaður. Hér rísa ýmis viðkvæm álitamál, en þau er hægt að leysa. Að sönnu er erfitt að meta, hversu miklar miskabæturnar eigi að vera í máli sem þessu. Þeim mun brýnna er, að skaðabæturnar séu þá rétt reiknaðar og sanngjarnar. Þetta á við um sjómennina tvo, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lagði að íslenzka ríkinu í fyrra að greiða skaðabætur. Ný viðhorf, ný lögTökum að endingu annað dæmi af öðrum toga. Íslenzka ríkið hefur tekið á sig sök gagnvart nokkrum drengjum, sem geymdir voru gegn vilja sínum á vistheimilinu í Breiðavík, og hefur heitið þeim bótum. Lögmaður drengjanna, sem nú eru fullorðnir menn, leggur fórnarkostnað til grundvallar bótakröfum þeirra vegna tímans, sem þeir töpuðu, skólagöngunnar, sem þeir voru sviptir, og vegna þess að þeir voru látnir vinna kauplaust.Miskann í máli sem þessu er erfitt að meta til fjár eða á nokkurn annan kvarða, meðal annars af því að ólíkir menn taka misgerðir misjafnlega nærri sér. Fjárskaðann er auðveldara að meta eftir þekktum og tiltækum leiðum. Það þarf að gera. Fórnarkostnaðarhugsunin kallar á ný viðhorf, nýja túlkun laga og ný lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Stígvél í Moskvu í gamla daga kostuðu ekki þrjátíu rúblur, þótt það stæði skýrum stöfum á verðmiðanum. Þau gátu kostað þrjátíu rúblur og þrjá tíma, ef biðröðin fyrir utan búðina var löng. Reglan um fórnarkostnað er þessi: stígvélin kosta það, sem kaupandinn þarf að fórna til að fá þau. Sumir fengu stígvélin fyrir fimmtíu rúblur með því að borga einhverjum tuttugu rúblur fyrir að standa í röðinni. Ef stígvélunum var rænt á heimleiðinni, hver átti bótakrafan að vera? Þrjátíu rúblur eða fimmtíu? Klárlega fimmtíu, og þá hefði átt að duga að leggja fram kvittun fyrir stígvélunum og fyrir tuttugu rúblna greiðslunni til þess, sem tók að sér að bíða í röðinni. (Reyndar voru tryggingar svo að segja óþekktar í Sovétríkjunum sálugu, en það er önnur saga.) Að sönnu gefa menn yfirleitt ekki út kvittun handa sjálfum sér fyrir að standa tímunum saman í biðröð, en það breytir engu um eðli málsins: biðtíminn kostar sitt. Zeit ist Geld, segja Þjóðverjar. Verðmiðar geta verið villandi. Tökum annað dæmi, svo að ekkert fari milli mála. Margir stúdentar, stjórnmálamenn og aðrir eru mótfallnir skólagjöldum. Þeir telja, að með skólagjöldum væri horfið frá þeirri skipan, að menntun sé ókeypis. En stöldrum við: menntun er ekki og hefur aldrei verið ókeypis. Stúdentar þurfa nú eins og alltaf áður að kosta miklu til að eyða mörgum árum í menntun sína, því að tímann gætu þeir ella notað til að vinna sér inn tekjur. Skólagjöld yrðu aldrei annað en léttvæg viðbót við þann fórnarkostnað, sem stúdentar bera nú þegar vegna skólagöngu sinnar. Skaðabætur, miskabæturBandarísk skaðabótalöggjöf virðir fórnarkostnaðarhugtakið. Ef einn veldur öðrum tjóni í Bandaríkjunum, er fjárhagslegt tjón ekki bundið við útlagðan kostnað tjónþolans, heldur er fórnarkostnaðarhugtakið lagt til grundvallar skaðabótamatinu. Takist tjónþolanum að sýna fram á fjárskaða umfram útlagðan kostnað, og það er iðulega auðvelt, eru honum dæmdar bætur í samræmi við það. Bandarískir dómstólar dæma tjónþolum því iðulega myndarlegar skaðabætur, sem eru tjónvöldum víti til varnaðar. Ætla mætti, að draga myndi úr svikum, fúski og vanrækslu ýmissa íslenzkra byggingarfyrirtækja, ef lögin í landinu byðu þeim að bæta fórnarlömbum sínum ekki aðeins útlagðan kostnað, heldur allt fjártjón, til dæmis vegna tímans, sem það tekur fórnarlömbin að leita réttar síns, og annað rask. Miskabætur eru annars eðlis, þar eð þær eru bætur fyrir annað tjón en fjártjón. Alþingi þarf að færa skaðabótalögin og skylda löggjöf í nútímalegt horf með fórnarkostnaðarhugtakið að leiðarljósi. Dæmdur saklausHöldum áfram. Hugsum okkur mann, sem var ranglega dæmdur til fangavistar. Tíu árum síðar kemur í ljós, að hann var saklaus. Hvernig er hægt að bæta honum skaðann? Slíkur skaði verður aldrei bættur til fulls, en fórnarkostnaðarhugtakið varðar veginn að sanngjörnum bótum. Hægt er að dæma manninum bætur miðað við þau laun, sem hann hefði getað unnið sér inn, hefði hann um frjálst höfuð strokið frekar en að sitja inni í tíu ár.Hálaunamaður fengi þá ríflegri bætur en láglaunamaður. Hér rísa ýmis viðkvæm álitamál, en þau er hægt að leysa. Að sönnu er erfitt að meta, hversu miklar miskabæturnar eigi að vera í máli sem þessu. Þeim mun brýnna er, að skaðabæturnar séu þá rétt reiknaðar og sanngjarnar. Þetta á við um sjómennina tvo, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna lagði að íslenzka ríkinu í fyrra að greiða skaðabætur. Ný viðhorf, ný lögTökum að endingu annað dæmi af öðrum toga. Íslenzka ríkið hefur tekið á sig sök gagnvart nokkrum drengjum, sem geymdir voru gegn vilja sínum á vistheimilinu í Breiðavík, og hefur heitið þeim bótum. Lögmaður drengjanna, sem nú eru fullorðnir menn, leggur fórnarkostnað til grundvallar bótakröfum þeirra vegna tímans, sem þeir töpuðu, skólagöngunnar, sem þeir voru sviptir, og vegna þess að þeir voru látnir vinna kauplaust.Miskann í máli sem þessu er erfitt að meta til fjár eða á nokkurn annan kvarða, meðal annars af því að ólíkir menn taka misgerðir misjafnlega nærri sér. Fjárskaðann er auðveldara að meta eftir þekktum og tiltækum leiðum. Það þarf að gera. Fórnarkostnaðarhugsunin kallar á ný viðhorf, nýja túlkun laga og ný lög.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun