Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi 28. nóvember 2008 05:00 Eurobandið syngur með Söndru Kim á risastórri aðdáendahátíð Eurovision-keppninnar sem fram fer í München. Regína ber barn undir belti og á von á sér í Eurovision-mánuðinum maí. Fréttablaðið/Daníel Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Friðrik hefur að undanförnu þeyst um landið og sungið fyrir landsbyggðina í kirkjum og félagsheimilum. Þessari miklu tónleikareisu lýkur í næstu viku í Salnum í Kópavogi og þá verður nokkrum jólalögum skotið inní hefðbundna dagskrá Friðriks. Hann þarf hins vegar á næstu mánuðum að horfa í kringum sig eftir nýrri söngkonu í Eurobandið vinsæla. Ekki þó vegna einhvers ósættis milli hans og Regínu heldur á söngkonan von á öðru barni sínu. Regína segist þó ekki fyrir sitt litla líf ætla að missa af Eurovision-partíinu í München. „Ég ætla að reyna að syngja fram á síðasta dag,“ segir Regína í samtali við Fréttablðið en erfinginn er væntanlegur í maí, Eurovision-mánuðinum mikla. „Þetta verður Eurovision-barn, ekki nokkur spurning,“ bætir Regína við en hún og eiginmaðurinn, Sigursveinn Þór, giftu sig í sumar. Má því segja að barneignin sé rökrétt framhald hjá þeim hjónakornum. Að sögn Regínu er ekki búið að ákveða hver taki við míkrafóninum í Eurobandinu en unnið sé markvisst í þeim málum. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Friðrik hefur að undanförnu þeyst um landið og sungið fyrir landsbyggðina í kirkjum og félagsheimilum. Þessari miklu tónleikareisu lýkur í næstu viku í Salnum í Kópavogi og þá verður nokkrum jólalögum skotið inní hefðbundna dagskrá Friðriks. Hann þarf hins vegar á næstu mánuðum að horfa í kringum sig eftir nýrri söngkonu í Eurobandið vinsæla. Ekki þó vegna einhvers ósættis milli hans og Regínu heldur á söngkonan von á öðru barni sínu. Regína segist þó ekki fyrir sitt litla líf ætla að missa af Eurovision-partíinu í München. „Ég ætla að reyna að syngja fram á síðasta dag,“ segir Regína í samtali við Fréttablðið en erfinginn er væntanlegur í maí, Eurovision-mánuðinum mikla. „Þetta verður Eurovision-barn, ekki nokkur spurning,“ bætir Regína við en hún og eiginmaðurinn, Sigursveinn Þór, giftu sig í sumar. Má því segja að barneignin sé rökrétt framhald hjá þeim hjónakornum. Að sögn Regínu er ekki búið að ákveða hver taki við míkrafóninum í Eurobandinu en unnið sé markvisst í þeim málum.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira