Ritar sögu íslenskrar tónlistar 6. september 2008 05:00 Jón gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu, sem þykir mikið stórvirki. fréttablaðið/hörður Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira