Ecclestone : Sigrar færi titil ekki stig 19. nóvember 2008 08:45 Bernie Ecclestone og Fabio Capello í heitum samræðum á fótboltaleik. mynd: Getty Images Bernie Ecclestone er að skoða þá hugmynd að flestir sigrar í Formúlu 1 færi mönnum meistaratitil ökumanna á næsta ári, en ekki stigasöfnun. Lewis Hamilton varð meistari þó Felipe Massa ynni fleiri sigra og í lokamótinu rétt náði hann fimmta sæti og hreppti titilinn. Ökumenn keyra upp á stig, en sækja ekki nógu fast að gullverðlaunum að mati Ecclestone. "FIA og keppnisliðin eru sammála þessari hugmynd að gullið verði mikilvægara, það skilja allir hvað gull er, brons og silfur. Markmið ökumanna í fyrsta móti næsta árs á að vera að vinna gullið", sagði Ecclestone. Stigagjöf hefur ráðið gangi mála í Formúlu 1, fyrir sigur fást 10 stig, annað sæti 8, þriðja 6 og síðan koll af kolli. Hamilton vann Massa með eins stigs mun í ár og í fyrra munaði aðeins einu stigi á Kimi Raikkönen, Fernando Alonso og Hamilton. Spennan hefur því verið til staðar en trúlega yrði baráttan enn meiri í einstökum mótið ef vægi fyrsta sætis yrði enn meira. Áður fyrr var stigagjöfin 10, 6, 5, 4, 3, 2, og 1 stig, en munurinn á milli fyrsta og annars sætis var svo minnkaður. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bernie Ecclestone er að skoða þá hugmynd að flestir sigrar í Formúlu 1 færi mönnum meistaratitil ökumanna á næsta ári, en ekki stigasöfnun. Lewis Hamilton varð meistari þó Felipe Massa ynni fleiri sigra og í lokamótinu rétt náði hann fimmta sæti og hreppti titilinn. Ökumenn keyra upp á stig, en sækja ekki nógu fast að gullverðlaunum að mati Ecclestone. "FIA og keppnisliðin eru sammála þessari hugmynd að gullið verði mikilvægara, það skilja allir hvað gull er, brons og silfur. Markmið ökumanna í fyrsta móti næsta árs á að vera að vinna gullið", sagði Ecclestone. Stigagjöf hefur ráðið gangi mála í Formúlu 1, fyrir sigur fást 10 stig, annað sæti 8, þriðja 6 og síðan koll af kolli. Hamilton vann Massa með eins stigs mun í ár og í fyrra munaði aðeins einu stigi á Kimi Raikkönen, Fernando Alonso og Hamilton. Spennan hefur því verið til staðar en trúlega yrði baráttan enn meiri í einstökum mótið ef vægi fyrsta sætis yrði enn meira. Áður fyrr var stigagjöfin 10, 6, 5, 4, 3, 2, og 1 stig, en munurinn á milli fyrsta og annars sætis var svo minnkaður.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira