NBA í nótt: Miami á góðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2008 09:15 Dwyane Wade fór mikinn með Miami. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum