Björgun Citigroup hífir markaði upp 24. nóvember 2008 09:35 Miðlarar að störfum í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Roger Kunz, framkvæmdastjóra hjá svissneska fjárfestingabankanum Clariden Leu AG, að björgunaraðgerðirnar væru bráðnauðsynlegar, Citigroup væri of stór og mikilvægur banki til að fara í þrot. Gengi hlutabréfa í Deutsche bank, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Þýskalands, rauk upp um 3,7 prósent í morgunsárið og í Credit Suisse um 3,9 prósent. Önnur fjármálafyrirtæki stukku upp með svipuðum hætti víða annars staðar í álfunni. Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um á bilinu fimm til sex prósent á föstudag eftir afar dræma viku. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan í dag um 2,7 prósent. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 3,8 prósent. Dax-vísitalan í Þýskalandi fór upp um 2,59 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,57 prósent. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 3,37 prósent í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa í asískum og evrópskum fjármálafyrirtækjum hefur hækkað hressilega í dag. Ástæðan ákvörðun bandaríksku ríkisstjórnarinnar að koma þarlenda bankanum Citigroup til aðstoðar með kaupum á forgangshlutabréfum hans fyrir 20 milljarða dollara og öðrum aðgerðum sem stuðla eiga að því að skera niður kostnað í rekstri hans. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Roger Kunz, framkvæmdastjóra hjá svissneska fjárfestingabankanum Clariden Leu AG, að björgunaraðgerðirnar væru bráðnauðsynlegar, Citigroup væri of stór og mikilvægur banki til að fara í þrot. Gengi hlutabréfa í Deutsche bank, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Þýskalands, rauk upp um 3,7 prósent í morgunsárið og í Credit Suisse um 3,9 prósent. Önnur fjármálafyrirtæki stukku upp með svipuðum hætti víða annars staðar í álfunni. Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp um á bilinu fimm til sex prósent á föstudag eftir afar dræma viku. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan í Japan í dag um 2,7 prósent. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú hækkað um 3,8 prósent. Dax-vísitalan í Þýskalandi fór upp um 2,59 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,57 prósent. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 3,37 prósent í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent