Segjum atvinnuleysi stríð á hendur Þór Sigfússon skrifar 6. nóvember 2008 05:00 Látum engan segja okkur að hér þurfi að koma til stórfellds atvinnuleysis þar sem tugir þúsunda manna ganga um atvinnulausir. Segjum atvinnuleysi stríð á hendur. Það ríkir alger einhugur meðal atvinnurekenda og launþega um að varðveita það samfélag sem hér hefur byggst upp og standa saman um að sem flestar vinnufærar hendur hafi eitthvað fyrir stafni. Þannig höldum við góðri vinnumenningu hérlendis sem atvinnulífið og samfélagið allt hafa mikinn hag af. Ísland hefur ávallt státað af því að búa við lítið atvinnuleysi. Með sveigjanleika í atvinnulífinu er hægt að bregðast skjótt við aðstæðum. Nú þurfum við að sýna hvað í okkur býr og að samtakamáttur getur skipt miklu máli. Hátt atvinnustig og fjöldi útlendinga á vinnumarkaði auðvelda aðlögun að minnkandi atvinnu hérlendis. Breytt samskipti á vinnumarkaði, milli starfsmanna og fyrirtækja, gera okkur betur kleift að takast á við minni atvinnu. Afsprengi þessa nána samstarfs birtist nú m.a. í því að starfsfólki eru boðin hlutastörf þar sem þeim verður við komið. Nýtum fjölbreytta flóru skóla til að fjölga menntaleiðum og um leið að standa fyrir nýsköpun hvers konar. Eflum vinnumiðlanir og Útflutningsráð til að liðsinna fólki og fyrirtækjum við að finna tækifæri og störf erlendis. Hvetjum til forgangsröðunar í framkvæmdum þar sem meiri áhersla er lögð á vinnuaflsfrekar framkvæmdir líkt og Reykjavíkurborg hefur gert. Hvetjum Íslendinga, sem fest hafa fé erlendis, til þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og nýsköpun. Keppum að þessu og afsönnum að stórfellt atvinnuleysi sé lögmál við þær aðstæður sem við búum nú við. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Sigfússon Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór 3003 Elliði Vignisson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Látum engan segja okkur að hér þurfi að koma til stórfellds atvinnuleysis þar sem tugir þúsunda manna ganga um atvinnulausir. Segjum atvinnuleysi stríð á hendur. Það ríkir alger einhugur meðal atvinnurekenda og launþega um að varðveita það samfélag sem hér hefur byggst upp og standa saman um að sem flestar vinnufærar hendur hafi eitthvað fyrir stafni. Þannig höldum við góðri vinnumenningu hérlendis sem atvinnulífið og samfélagið allt hafa mikinn hag af. Ísland hefur ávallt státað af því að búa við lítið atvinnuleysi. Með sveigjanleika í atvinnulífinu er hægt að bregðast skjótt við aðstæðum. Nú þurfum við að sýna hvað í okkur býr og að samtakamáttur getur skipt miklu máli. Hátt atvinnustig og fjöldi útlendinga á vinnumarkaði auðvelda aðlögun að minnkandi atvinnu hérlendis. Breytt samskipti á vinnumarkaði, milli starfsmanna og fyrirtækja, gera okkur betur kleift að takast á við minni atvinnu. Afsprengi þessa nána samstarfs birtist nú m.a. í því að starfsfólki eru boðin hlutastörf þar sem þeim verður við komið. Nýtum fjölbreytta flóru skóla til að fjölga menntaleiðum og um leið að standa fyrir nýsköpun hvers konar. Eflum vinnumiðlanir og Útflutningsráð til að liðsinna fólki og fyrirtækjum við að finna tækifæri og störf erlendis. Hvetjum til forgangsröðunar í framkvæmdum þar sem meiri áhersla er lögð á vinnuaflsfrekar framkvæmdir líkt og Reykjavíkurborg hefur gert. Hvetjum Íslendinga, sem fest hafa fé erlendis, til þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og nýsköpun. Keppum að þessu og afsönnum að stórfellt atvinnuleysi sé lögmál við þær aðstæður sem við búum nú við. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar