Leikkonan Mia Farrow var mætt til Hong Kong þegar ólympíukyndillinn var fluttur þar um götur og síki í dag.
Hún var mætt til þess að mótmæla. Ekki þó vegna Tíbets, heldur vegna Darfur héraðs í Súdan. Þar hefur hún tekið að sér móðurhlutverk á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Mia sendi þó tvíræð skilaboð. Hong Kong er náttúrlega undir kínverskri stjórn í dag. Og þegar Mia tók sér stöðu skammt frá stjórnarráðinu hélt hún á ólympíukyndli.
Tveir fyrir einn, eins og þeir segja á útsölunum.