Bandarískir markaðir opna í plús 21. nóvember 2008 15:03 Úr kauphöllinni í New York. Mynd/AP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum dag eftir mikið fall síðustu daga. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú skýrist einmitt af því að fjárfestar telja hlutabréfaverð á einkar ágætum kjörum nú um stundir, líkt og bandaríska dagblaðið Wall Street Journal tekur til orða. Svipaða sögu er að segja af evrópskum hlutabréfamörkuðum. Markaðirnir féllu hratt í vikunni eftir að bandaríska þríeykið General Motors, Ford og Chrysler opinberuðu að þau glími við alvarlega rekstrarvanda og ættu á hættu að fara í þrot verði eigið fé þeirra ekki aukið með einum eða öðrum hætti. Forráðamenn fyrirtækjanna leituðu til Bandaríkjaþings eftir fjármagni en fengu dræmar undirtektir. Ennfremur voru minnispunktar og hagspá bandaríska Seðlabankans birt í vikunni en það er dregin upp afar dökk mynd um þróunina í efnahagslífinu á næstu misserum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 0,75 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,93 prósent. Þá hefur S&P 500-vísitalan hækkað um 1,07 prósent. Hún féll verulega í vikunni og hafði ekki verið lægri síðan á vordögum 1997. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum dag eftir mikið fall síðustu daga. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú skýrist einmitt af því að fjárfestar telja hlutabréfaverð á einkar ágætum kjörum nú um stundir, líkt og bandaríska dagblaðið Wall Street Journal tekur til orða. Svipaða sögu er að segja af evrópskum hlutabréfamörkuðum. Markaðirnir féllu hratt í vikunni eftir að bandaríska þríeykið General Motors, Ford og Chrysler opinberuðu að þau glími við alvarlega rekstrarvanda og ættu á hættu að fara í þrot verði eigið fé þeirra ekki aukið með einum eða öðrum hætti. Forráðamenn fyrirtækjanna leituðu til Bandaríkjaþings eftir fjármagni en fengu dræmar undirtektir. Ennfremur voru minnispunktar og hagspá bandaríska Seðlabankans birt í vikunni en það er dregin upp afar dökk mynd um þróunina í efnahagslífinu á næstu misserum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú hækkað um 0,75 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,93 prósent. Þá hefur S&P 500-vísitalan hækkað um 1,07 prósent. Hún féll verulega í vikunni og hafði ekki verið lægri síðan á vordögum 1997.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent