Tífaldur meistari í lið Frakklands á Wembley 24. nóvember 2008 13:09 Yvan Muller hefur keppt fjórum sinnum í meistarakeppninni og ekur m.a. fjórhjóladrifnum Ford Focus. Mynd: Getty Images Tífaldur meistari í ís-kappakstri, Frakkinn Yvan Muller var í dag tilkynntur sem liðsfélagi Sebastian Leob í liði Frakklands í meistarakeppni ökumanna á Wembley í London í desember. Muller hefur keppt við marga fræga kappa í Andros Trophy ísakstursmótinu í Ölpunum á fjórhjóladrifnum bílum síðustu ár og varð meistari í fólksbílakappakstri árið 2003. "Þegar manni er boðið í Meistaramót ökumanna, þá er svarið bara já og ekkert annað. Þetta er skemmtileg mót sem kætir áhorfendur í návígi og skemmtun fyrir ökumenn líka", sagði Muller. Meistaramót ökumanna er liðakeppni á milli landa og takast ökumenn á hvor við annan á samhliða braut á malbiki. Muller og Loeb keppa saman fyrir hönd Frakklands, en Leob tryggði sér rallmeistaratitilinn í fimmta skipti á dögunum. Mótið á Wembley verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meðal þeirra sem verða á svæðinu er Lewis Hamilton, nýkrýndur Formúlu 1 meistari og Michael Schumacher sjöfaldur meistari í sömu í íþróttinni. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tífaldur meistari í ís-kappakstri, Frakkinn Yvan Muller var í dag tilkynntur sem liðsfélagi Sebastian Leob í liði Frakklands í meistarakeppni ökumanna á Wembley í London í desember. Muller hefur keppt við marga fræga kappa í Andros Trophy ísakstursmótinu í Ölpunum á fjórhjóladrifnum bílum síðustu ár og varð meistari í fólksbílakappakstri árið 2003. "Þegar manni er boðið í Meistaramót ökumanna, þá er svarið bara já og ekkert annað. Þetta er skemmtileg mót sem kætir áhorfendur í návígi og skemmtun fyrir ökumenn líka", sagði Muller. Meistaramót ökumanna er liðakeppni á milli landa og takast ökumenn á hvor við annan á samhliða braut á malbiki. Muller og Loeb keppa saman fyrir hönd Frakklands, en Leob tryggði sér rallmeistaratitilinn í fimmta skipti á dögunum. Mótið á Wembley verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og meðal þeirra sem verða á svæðinu er Lewis Hamilton, nýkrýndur Formúlu 1 meistari og Michael Schumacher sjöfaldur meistari í sömu í íþróttinni.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira