NBA: Lakers bestir í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:11 Leikmenn Lakers fagna sigrinum og efsta sætinu í vestrinu í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum