Meistaramót ökumanna á Stöð 2 Sport 13. nóvember 2008 16:17 Í meistaramótinu er keppt á Wembley á malbikaðri áttulaga braut. Mynd: Getty Images Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mótið hefur farið fram í mörg ár á mismunandi stöðum og í ár verður fjöldi Formúlu 1 ökumanna meðal keppenda. Þá mun Michael Schumacher mæta í slaginn og verið er að vinna í að Lewis Hamilton verði í liði Bretlands, en David Coulthard og Jenson Button hafa þegar tilkynnt þátttöku. Hinn bráðefnilegi Sebastian Vettel verður í liði Þýskalands ásamt Schumacher, en meistarakeppni ökumanna er liðakeppi á milli landa. Rallmeistarinn fimmfaldi, Sebastian Loeb verður í liði Fraikklands. "Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á meistarakeppninni og mótið er gott framhald á Formúlu 1 tímabilinu. Við erum mjög ánægðir með 28% áhorf á lokamótið á dögunum og það sýnir á sá metnaður sem við höfum lagt í dagskrárgerðina hefur skilað sér", sagði Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Stöð 2 Sport.Meistarakeppni ökumanna fer fram á Wembley á malbikaðri áttulaga braut og verður fjöldi farartækja notaður í mótinu, allt frá buggy-bílum upp í sérsmíðaða kappaksturs- og rallbíla.Sýnt verður frá öllum viðburðum í beinni útsendingu og síðan verður samantektarþáttur sýndur í vikunni eftir mótið. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mótið hefur farið fram í mörg ár á mismunandi stöðum og í ár verður fjöldi Formúlu 1 ökumanna meðal keppenda. Þá mun Michael Schumacher mæta í slaginn og verið er að vinna í að Lewis Hamilton verði í liði Bretlands, en David Coulthard og Jenson Button hafa þegar tilkynnt þátttöku. Hinn bráðefnilegi Sebastian Vettel verður í liði Þýskalands ásamt Schumacher, en meistarakeppni ökumanna er liðakeppi á milli landa. Rallmeistarinn fimmfaldi, Sebastian Loeb verður í liði Fraikklands. "Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á meistarakeppninni og mótið er gott framhald á Formúlu 1 tímabilinu. Við erum mjög ánægðir með 28% áhorf á lokamótið á dögunum og það sýnir á sá metnaður sem við höfum lagt í dagskrárgerðina hefur skilað sér", sagði Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Stöð 2 Sport.Meistarakeppni ökumanna fer fram á Wembley á malbikaðri áttulaga braut og verður fjöldi farartækja notaður í mótinu, allt frá buggy-bílum upp í sérsmíðaða kappaksturs- og rallbíla.Sýnt verður frá öllum viðburðum í beinni útsendingu og síðan verður samantektarþáttur sýndur í vikunni eftir mótið.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira