Framtíð Formúlu 1 í hættu vegna kostnaðar 8. október 2008 13:03 Max Mosley hefur áhyggjur af framtíð Formúlu 1 og vill skikka Formúlu 1 lið til að draga úr rekstrarkostnaði. mynd: Getty Images Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010. "Það er alveg ljóst að miðað við núverandi efnahagsástand þá væri ekki hægt að halda Formúlu 1 gangandi til langframa. Formúlu 1 lið sem er aftarlega á merinni fær kannski 30-35 miljónir punda í tekjur ár ári, en þarf þrisvar sinnum meira til að geta keppt á ársgrundvelli. Dæmið gengur ekki upp til lengri tíma", sagði Mosley í samtali við BBC. Efnameiri liðin eru með rekstarkostnað upp á 200-300 miljónir evra og fá auglýsingatekjur og bónusa eftir því. ,,Án miljarðamæringanna sem eiga og reka Force Indina og Red Bull þá væru þessi lið ekki til. Sem stendur þá eru 20 bílar í Formúlu 1 og við höfum ekki efni á að missa út 1-2 lið. Þess vegna verðum við að bregðast við og minnka kostnað." ,,Jafnvel stóru bílaframleiðendurnir eru í vanda í dag. Ég tel að málið sé að verða grafalvarlegt fyrir íþróttina og við verðum að bregðast við fram í tímann. Ég tel að allt verði í lagi á næsta ári, en 2010 verðum við að snarminnka kostnað. Ég tel að hægt væri að minnka kostnað stóru liðanna um 100-200 miljónir evra með nýjum reglum og samstilltu átaki", sagði Mosley. Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forseti FIA, Max Mosley telur að framtíð Formúlu 1 sé í hættu, leiti forráðamenn keppnisliða ekki leiða til að minnka rekstrarkostnað. FIA vill að keppnislið komu með hugmyndir til að minnka kostnað verulega fyrir árið 2010. "Það er alveg ljóst að miðað við núverandi efnahagsástand þá væri ekki hægt að halda Formúlu 1 gangandi til langframa. Formúlu 1 lið sem er aftarlega á merinni fær kannski 30-35 miljónir punda í tekjur ár ári, en þarf þrisvar sinnum meira til að geta keppt á ársgrundvelli. Dæmið gengur ekki upp til lengri tíma", sagði Mosley í samtali við BBC. Efnameiri liðin eru með rekstarkostnað upp á 200-300 miljónir evra og fá auglýsingatekjur og bónusa eftir því. ,,Án miljarðamæringanna sem eiga og reka Force Indina og Red Bull þá væru þessi lið ekki til. Sem stendur þá eru 20 bílar í Formúlu 1 og við höfum ekki efni á að missa út 1-2 lið. Þess vegna verðum við að bregðast við og minnka kostnað." ,,Jafnvel stóru bílaframleiðendurnir eru í vanda í dag. Ég tel að málið sé að verða grafalvarlegt fyrir íþróttina og við verðum að bregðast við fram í tímann. Ég tel að allt verði í lagi á næsta ári, en 2010 verðum við að snarminnka kostnað. Ég tel að hægt væri að minnka kostnað stóru liðanna um 100-200 miljónir evra með nýjum reglum og samstilltu átaki", sagði Mosley.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira