Bretarnir vilja meira kynlíf 28. október 2008 04:00 Breskir gagnrýnendur segja nýjustu Bond-myndina ekki jafngóða og þá síðustu, Casino Royale. Breskir gagnrýnendur eru á einu máli um að nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, sé ekki eins góð og sú síðasta, Casino Royale. Segja þeir Bond ekki nógu kvensaman og heldur ekki nógu breskan í háttum. Nýja Bond-myndin er beint framhald af Casino Royale, sem fékk frábærar viðtökur fyrir tveimur árum, og eru Bretarnir ekki á eitt sáttir með útkomuna. „Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina eiga hugsanlega eftir að ruglast vegna söguþráðarins og eldri persóna," segir í dómi The Sun. „Hérna sést hann miklu oftar með byssuna á lofti heldur en á rúmstokknum. Aðeins einu sinni sjáum við hann beran að ofan, því miður stúlkur. Tvær kynþokkafullar Bond-stúlkur eru í myndinni en aðeins í einu örstuttu atriði í hinni 105 mínútna löngu mynd sést í beran kvenmann. Myndin er ekki eins góð og Casino Royale en hún er samt miklu betri en aðrar hasarmyndir í bíó." Bond leitar hefndaSöguþráður Quantum of Solace er á þann veg að Bond reynir að stöðva viðskiptajöfurinn Dominic Greene sem ætlar að leggja undir sig allar vatnsbirgðir Suður-Ameríku. Á sama tíma reynir okkar maður að hefna þeirra sem drápu kærustu hans Vesper Lynd í síðustu mynd. Meira kynlíf, takkSunday Times gefur myndinni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum og segir hana mögulega vera leiðinlegustu Bond-mynd sögunnar. „Það var vitað mál að það yrði erfitt að feta í fótspor Casino Royale en leikstjóranum Marc Forster hefur tekist að brotlenda þessu vinsæla vörumerki," segir í umsögninni. Telur gagnrýnandinn allan sjarma vanta í Daniel Craig sem Bond og að kvensemi hans sé ekki sú sama og áður. „Bond-leikstjórar takið eftir: meira kynlíf, takk, við erum breskir." Nefnir hann Craig sem veikasta hlekk myndarinnar. „Hann lítur vel út í kjólfötum og er frábær í hasaratriðum en þegar hann á að sýna mannlegu hliðina er hann kuldalegur og vélrænn að hætti Schwarzeneggers í Terminator. Hann er ekki lengur sérstaklega breskur í háttum eða nútímalegur." Ekkert „Bond, James Bond“Kvikmyndasíðan Empire Online er ekki á sama máli og gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir að myndin sé hröð og að útlitið sé flott. „Hugsanlega var það skynsamlegt að reyna ekki að vera stærri og betri en Casino Royale. Maður fær það á tilfinninguna að verkefni Bonds séu rétt að hefjast og að hann þurfi nokkrar myndir í viðbót til að stöðva Quantum-samtökin." The Mirror segir að myndin valdi ekki vonbrigðum en nái þó ekki að fanga snilld Casino Royale. „Hún lítur eiginlega ekki út fyrir að vera Bond-mynd. Craig segir aldrei: „Ég heiti Bond, James Bond", Q er ekki til staðar og hann fær engin flott vopn úr vopnabúrinu. Við sjáum Bond meira að segja í peysu." Craig stendur sig velThe Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum og segir að meira daður, fleiri samtöl og betri persónusköpun hafi vantað. Engu að síður sé um góða hasarmynd að ræða og að Daniel Craig haldi myndinni uppi. „Þetta er ótrúlega erfitt verkefni fyrir leikara og Craig stendur undir því." Quantum of Solace verður frumsýnd í Bretlandi á föstudaginn og hérlendis viku síðar, eða 7. nóvember. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Breskir gagnrýnendur eru á einu máli um að nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, sé ekki eins góð og sú síðasta, Casino Royale. Segja þeir Bond ekki nógu kvensaman og heldur ekki nógu breskan í háttum. Nýja Bond-myndin er beint framhald af Casino Royale, sem fékk frábærar viðtökur fyrir tveimur árum, og eru Bretarnir ekki á eitt sáttir með útkomuna. „Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina eiga hugsanlega eftir að ruglast vegna söguþráðarins og eldri persóna," segir í dómi The Sun. „Hérna sést hann miklu oftar með byssuna á lofti heldur en á rúmstokknum. Aðeins einu sinni sjáum við hann beran að ofan, því miður stúlkur. Tvær kynþokkafullar Bond-stúlkur eru í myndinni en aðeins í einu örstuttu atriði í hinni 105 mínútna löngu mynd sést í beran kvenmann. Myndin er ekki eins góð og Casino Royale en hún er samt miklu betri en aðrar hasarmyndir í bíó." Bond leitar hefndaSöguþráður Quantum of Solace er á þann veg að Bond reynir að stöðva viðskiptajöfurinn Dominic Greene sem ætlar að leggja undir sig allar vatnsbirgðir Suður-Ameríku. Á sama tíma reynir okkar maður að hefna þeirra sem drápu kærustu hans Vesper Lynd í síðustu mynd. Meira kynlíf, takkSunday Times gefur myndinni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum og segir hana mögulega vera leiðinlegustu Bond-mynd sögunnar. „Það var vitað mál að það yrði erfitt að feta í fótspor Casino Royale en leikstjóranum Marc Forster hefur tekist að brotlenda þessu vinsæla vörumerki," segir í umsögninni. Telur gagnrýnandinn allan sjarma vanta í Daniel Craig sem Bond og að kvensemi hans sé ekki sú sama og áður. „Bond-leikstjórar takið eftir: meira kynlíf, takk, við erum breskir." Nefnir hann Craig sem veikasta hlekk myndarinnar. „Hann lítur vel út í kjólfötum og er frábær í hasaratriðum en þegar hann á að sýna mannlegu hliðina er hann kuldalegur og vélrænn að hætti Schwarzeneggers í Terminator. Hann er ekki lengur sérstaklega breskur í háttum eða nútímalegur." Ekkert „Bond, James Bond“Kvikmyndasíðan Empire Online er ekki á sama máli og gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir að myndin sé hröð og að útlitið sé flott. „Hugsanlega var það skynsamlegt að reyna ekki að vera stærri og betri en Casino Royale. Maður fær það á tilfinninguna að verkefni Bonds séu rétt að hefjast og að hann þurfi nokkrar myndir í viðbót til að stöðva Quantum-samtökin." The Mirror segir að myndin valdi ekki vonbrigðum en nái þó ekki að fanga snilld Casino Royale. „Hún lítur eiginlega ekki út fyrir að vera Bond-mynd. Craig segir aldrei: „Ég heiti Bond, James Bond", Q er ekki til staðar og hann fær engin flott vopn úr vopnabúrinu. Við sjáum Bond meira að segja í peysu." Craig stendur sig velThe Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum og segir að meira daður, fleiri samtöl og betri persónusköpun hafi vantað. Engu að síður sé um góða hasarmynd að ræða og að Daniel Craig haldi myndinni uppi. „Þetta er ótrúlega erfitt verkefni fyrir leikara og Craig stendur undir því." Quantum of Solace verður frumsýnd í Bretlandi á föstudaginn og hérlendis viku síðar, eða 7. nóvember.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira