Engin illindi á milli Ferrari og McLaren 14. október 2008 07:41 Stefano Domenicali vill góðan anda milli keppnisliða, ólíkt forvera sínum sem þótti oft harður í horn að taka. Mynd: Getty Images Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. "Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum. "Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. " Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi. "Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali. Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun. Sjá brautarlýsingu fyrir Kína
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira