Red Bull í vanda vegna óhapps Webber 25. nóvember 2008 10:08 Mark Webber var fluttur á spítala eftir að hafa fótbrotnað á reiðhjóli en hann tekur þátt í alskyns ævintýrum utan vinnutíma með Red Bull. mynd: Getty Images Fótbrot Formúlu 1 ökumannsins Mark Webber um síðustu helgi á reiðhjóli gæti haft veruleg áhrif á undirbúning Red Bull liðsins fyrir næsta tímabil. Formúlu 1 lið eru að prófa nýjan búnað í bíla sína næstu vikur og mánuði og glænýtt kerfi sem kallast KERS. Það tekur afl úr bremsukerfinu og fæðir vélina auka afli. Öllum þessum prófunum missir Webber af og Red Bull nýtur ekki krafta hans að sama skapi. Mikið mun því mæ'a á Sebastian Vettel sem er nýr liðsmaður Red Bull. "Webber verður sárt saknað, en það er þó meira um vert að hann verði klár í slaginn þegar nýji bíllinn lítur dagsins ljós á næsta ári. En við verðum að nýta tvo næstu mánuði afar vel í ljósi þess að Webber getur ekki æft með okkur", sagði Vettel. Hann náði afbragðstíma á fyrsta degi með Red Bull á dögunum í Barcelona. "Það eru miklar breytingar á bílunum í aðsigi og hvað mig varðar, þá þarf ég að kynnast starfsliði og aðferðum Red Bull frá grunni. Skilningur á milli mín og tæknimanna þarf að vera í lagi og ég er ekki lengur með sama tæknistjóra og hjá Torro Rosso. Það er því mikill lærdómur framundan", sagði Vettel. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fótbrot Formúlu 1 ökumannsins Mark Webber um síðustu helgi á reiðhjóli gæti haft veruleg áhrif á undirbúning Red Bull liðsins fyrir næsta tímabil. Formúlu 1 lið eru að prófa nýjan búnað í bíla sína næstu vikur og mánuði og glænýtt kerfi sem kallast KERS. Það tekur afl úr bremsukerfinu og fæðir vélina auka afli. Öllum þessum prófunum missir Webber af og Red Bull nýtur ekki krafta hans að sama skapi. Mikið mun því mæ'a á Sebastian Vettel sem er nýr liðsmaður Red Bull. "Webber verður sárt saknað, en það er þó meira um vert að hann verði klár í slaginn þegar nýji bíllinn lítur dagsins ljós á næsta ári. En við verðum að nýta tvo næstu mánuði afar vel í ljósi þess að Webber getur ekki æft með okkur", sagði Vettel. Hann náði afbragðstíma á fyrsta degi með Red Bull á dögunum í Barcelona. "Það eru miklar breytingar á bílunum í aðsigi og hvað mig varðar, þá þarf ég að kynnast starfsliði og aðferðum Red Bull frá grunni. Skilningur á milli mín og tæknimanna þarf að vera í lagi og ég er ekki lengur með sama tæknistjóra og hjá Torro Rosso. Það er því mikill lærdómur framundan", sagði Vettel.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira