Massa ánægður með stöðuna, Hamilton vígareifur 31. október 2008 20:24 Felipe Massa með töffaragleraugu og tilbúinn í titilslag um helgina. mynd: kappakstur.is Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn. Hamilton var í basli með bílinn á miðkafla brautarinnar og læsti bremsum hvað eftir annað. "Bíllinn var eldfljótur, þrátt fyrir kuldann. Brautin var hál og við einbeittum okkur mest að þolakstri fyrir kappaksturinn, ekki spretthörku. Ég skemmdi dekkinn í tvígang, en tel að breyting sem við gerðum á bílnum muni bæta gengi okkar á morgun", sagði Hamilton. Massa var frísklegri en Hamilton eftir æfinguna, eftir að hafa misst besta tíma til Fernando Alonso. "Þetta er frábær byrjun á helginni. Bíllinn er mjög öflugur og við erum fljótir. Í síðasta móti var Hamilton fljótastur á föstudegi og vann mótið. Kannski leggur þetta línurnar fyrir helgina", sagði Massa. "Okkur gekk vel að stilla bílnum upp fyrir brautina, en kannski McLaren geti bætt sig. Það þarf margt að ganga upp svo ég verði meistari. Ég þarf á því að halda að BMW og Renault verði öflugir og blandi sér í toppslaginn, eins og Alonso gerði í dag", sagði Massa. Þriðja æfingin á Interlagos brautinni verður á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.55 á laugardag og tímatakan í opinni útsendingu kl. 15.45. Sjá meðaltal í tímatökum og brautarlýsingu Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn. Hamilton var í basli með bílinn á miðkafla brautarinnar og læsti bremsum hvað eftir annað. "Bíllinn var eldfljótur, þrátt fyrir kuldann. Brautin var hál og við einbeittum okkur mest að þolakstri fyrir kappaksturinn, ekki spretthörku. Ég skemmdi dekkinn í tvígang, en tel að breyting sem við gerðum á bílnum muni bæta gengi okkar á morgun", sagði Hamilton. Massa var frísklegri en Hamilton eftir æfinguna, eftir að hafa misst besta tíma til Fernando Alonso. "Þetta er frábær byrjun á helginni. Bíllinn er mjög öflugur og við erum fljótir. Í síðasta móti var Hamilton fljótastur á föstudegi og vann mótið. Kannski leggur þetta línurnar fyrir helgina", sagði Massa. "Okkur gekk vel að stilla bílnum upp fyrir brautina, en kannski McLaren geti bætt sig. Það þarf margt að ganga upp svo ég verði meistari. Ég þarf á því að halda að BMW og Renault verði öflugir og blandi sér í toppslaginn, eins og Alonso gerði í dag", sagði Massa. Þriðja æfingin á Interlagos brautinni verður á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.55 á laugardag og tímatakan í opinni útsendingu kl. 15.45. Sjá meðaltal í tímatökum og brautarlýsingu
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira