Handbolti

Ellefu marka sigur á Sviss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með íslenska landsliðinu.
Úr leik með íslenska landsliðinu.

Ísland vann í kvöld ellefu marka sigur á Sviss í undankeppni HM 2009 í handbolta, 41-30. Ísland var með sex marka forystu í hálfleik, 20-14.

Riðill Íslands fer fram í Póllandi og er Ísland í efsta sæti riðilsins ásamt Slóvakíu eftir fyrstu tvo leikina. Bæði lið eru með fullt hús en Ísland vann í gær sigur á Lettum, 37-27.

Slóvakía vann í gær Pólland en Ísland mætir næst liði Slóvaka. Sá leikur verður á laugardaginn.

Ísland mætir svo Póllandi í lokaleik riðlakeppninnar á sunnudaginn kemur.

Það lið sem sigrar í riðlinum kemst svo í umspilsleiki um laust sæti á HM á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×