Handbolti

Alexander: Þykir vænt um stuðninginn frá Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Alexander í baráttunni gegn Frökkum í dag.
Alexander í baráttunni gegn Frökkum í dag. Mynd/Vilhelm
Maðurinn sem virðist gera gerður úr stáli, Alexander Petersson, brosti allan hringinn með silfurmedalíuna um hálsinn þegar Vísir hitti á hann eftir verðlaunaafhendingu í dag.

„Þetta er alveg frábært. Það var auðvitað leiðinlegt að tapa stærsta leik sem maður hefur spilað. Við þurfum smá tíma til að jafna okkur og svo munum við fagna þessari silfurmedalíu almennilega. Ég er pínu svekktur en ég veit að innar í mér er mikil gleði yfir þessum árangri og gleðin á eftir að ryðjast út," sagði Alexander en dagurinn hefur eðlilega verið tilfinningaleg rússibanareið fyrir strákana.

„Mér hefur aldrei liðið svona áður og vona fæ ég þessa tilfinningu aftur en þá með gull utan um hálsinn. Ég er mjög stoltur og þykir vænt um allan þann stuðning sem við höfum fundið að heiman. Ég hef sjaldan eða aldrei verið eins stoltur á ævinni."




Tengdar fréttir

Sögulegt silfur

Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23.

Með silfur um hálsinn - Myndir

Íslenska handboltalandsliðið tók áðan við silfurverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Söguleg stund fyrir íslenskt íþróttalíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×