Körfubolti

Logi bestur hjá Íslandi í öðrum tapleik gegn Litháen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigurður Ingimundarson.
Sigurður Ingimundarson.

Íslenska karlalandsliðið tapaði öðru sinni gegn Litháen í dag en leikurinn fór fram í Vilnius. Lokatölur 105-67, 38 stiga sigur heimamanna.

Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og var jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik þar til að heimamenn náðu smá áhlaupi undir lok hálfleiksins. Staðan í hálfleik var 45:33. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og náðu fljótlega góðri forystu.

Logi Gunnarsson var bestur íslenska liðsins í dag en hann skoraði 23 stig og tók 4 fráköst að auki, Jakob Sigurðarson skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar og Sigurður Þorvaldsson skoraði 10 auk þess að taka 4 fráköst.

Íslenska liðið var að leika mun betur í dag þó að munurinn hafi verið 38 stig í lokin. Fyrri leikurinn endaði 115-67.

Upplýsingar af vefsíðu KKÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×