„Rökin“ gegn Droplaugarstöðum Ögmundur Jónasson skrifar 5. júlí 2008 00:01 Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun