„Rökin“ gegn Droplaugarstöðum Ögmundur Jónasson skrifar 5. júlí 2008 00:01 Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Góðir lesendur. Hafið þið heyrt skýringar Guðlaugs Þórs, heilbrigðisráðherra og einkavæðingarhópsins sem hann starfar fyrir, á því hvers vegna þurfi að bjóða út rekstur dvalarheimilis fyrir aldraða að Droplaugarstöðum? Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta lagi er okkur sagt að Droplaugarstaðir hafi verið reknir með halla. Þann halla verði að rétta af og að þar sé einkavæðing allra meina bót. Í öðru lagi er bent á kosti samlegðarinnar. Með því að reka Droplaugarstaði í samkrulli við stærri aðila, eins og hlutafélagið Sóltún, megi ná kostnaði niður. En bíðum við. Þegar Sóltún var sett á laggirnar bauðst sjálfseignarstofnunin Hrafnista til þess að taka verkið að sér með sömu rökum. Kvaðst geta nýtt samlegðaráhrif stærðarinnar, meðal annars í rekstri mötuneytis og þvotta. Nei, á það mátti fjármálaráðuneytið, sem þá stýrði einkavæðingunni ekki heyra minnst. Sóltún átti að verða sjálfstæð rekstrareining, var sagt, og fráleitt að skekkja markaðsstöðuna með einhverju samlegðarfyrirkomulagi! Þá passaði að tala á þennan veg. Nú passar að segja hið gagnstæða. Og svo er það hallinn! Hvers vegna halda menn að það sé halli á rekstri Droplaugarstaða? Vegna þess að þar sé sólundað fé; laun starfsfólksins séu of há? Vegna þess að Droplaugarstaðir sé illa rekin stofnun? Ekkert af þessu stenst skoðun. Ástæðan fyrri „hallanum" er sú að stofnunin fær ekki nægilegt fé til að reksturinn gangi upp. Launakostnaður stofnana á borð við Droplaugarstaði er á bilinu 70 - 80% af rekstrarkostnaði. Þetta er hlutfallið enda þótt laun starfsfólksins séu lág. Alltof lág. Ætlast einkavæðingarfólkið í heilbrigðisráðuneytinu til þess að þessi laun verði lækkuð? Er ætlunin að fækka starfsfólkinu? Auka enn álagið á þá sem eftir eru? Eða eru þetta bara óábyrgir gasprarar sem leita allra ráða til að réttlæta einkavinavæðingu heilbrigðiskerfisins? Einkavæðingu í þágu sín og sinna. Ég hallast að því.Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar