NBA: Enn hafa liðin betur á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2008 09:15 Kobe Bryant, einbeittur á svip í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla. NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa. Boston vann Cleveland, 96-89, og er staðan í þeirri rimmu 3-2 fyrir Boston sem hefur ekki enn tapað á heimavelli í úrslitakeppninni. Þar sem liðið hefur líka tapað öllum sínum útileikjum gæti reynst dýrmætt að liðið náði besta árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur og er því með heimavallarréttinn gegn öllum liðum. Cleveland byrjaði betur og komst í 43-29 forystu í öðrum leikhluta. En Boston skoraði fjórtán af síðustu sautján stigum hálfleiksins og vann svo þriðja leikhlutann með 29 stigum gegn sautján. Cleveland náði að minnka muninn í fjögur stig þegar 46 sekúndur voru til leiksloka en þá setti Garnett niður mikilvæga körfu og Paul Pierce hitti úr fimm vítaskotum á síðustu sextán sekúndum og tryggði þar með sigurinn. LeBron James hefur hitt afskaplega illa í þessari rimmu en náði sér loksins á strik í gær. Hann skoraði 23 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins en kólnaði svo aftur eftir það. Alls hitti hann úr tólf af 25 skotum en klikkaði á tíu af síðustu fjórtán skotum sínum í leiknum. Hann misnotaði allar þriggja stiga tilraunir sínar. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 29 stig og Garnett var með 26 stig og sextán fráköst. Rajon Rondo var með 20 stig og þrettán stoðsendingar. Hjá Cleveland var James stigahæstur með 35 stig en Delonte West kom næstur með 21 stig. LA Lakers vann Utah, 111-104, og komst þar með í 3-2 forystu í rimmunni. Lakers var með forystuna allan leikinn en Utah náði að minnka muninn í eitt stig þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. En nær komust Utah-menn ekki og Lakers vann sjö stiga sigur að lokum. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum þó svo að hann hafi verið að glíma við bakmeiðsli sem hann varð fyrir í síðasta leik liðanna. Hann lék þó alls í 41 mínútu, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst. Lamar Odom skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst og Pau Gasol var með 21 stig. Hjá Utah var Deron Williams með 27 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með átján stig og tólf fráköst. Næstu leikir í báðum þessum rimmum fara fram annað kvöld og verða þeir báðir í beinni útsendingu fyrir íslenska áhorfendur. Cleveland og Boston eigast við á miðnætti í beinni útsendingu á NBA TV og klukkan 02.30 aðfaranótt laugardags hefst leikur Utah og Lakers í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Það er því veisla framundan fyrir íslenska NBA-fíkla.
NBA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti