Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að tólf ára gömul múslimatelpa geti ekki sleppt sundkennslu vegna trúar sinnar.
Fjölskyldan fór í mál við skólann þegar ekki var fallist á að hún sleppti sundinu. Foeldrarnir vildu ekki að hún sæist í aðskornum sundfötum.
Skólinn reyndi að koma til móts við foreldrana með því að bjóða telpunni að synda í sokkabuxum (leggings) og bol. Foreldrarnir sögðu að það yrði ennþá hægt að sjá líkama hennar í gegnum blaut fötin.
Dómurinn komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að skylda yfirvalda til að kenna telpunni að synda vægi þyngra en brot gegn trú hennar.
Auk þess færi kennslan fram í vatni og því mjög lítill tími sem líkami hennar væri sjáanlegur.
Foreldrarnir ætla að áfrýja.