Ef fólki líður vel kemur það meiru í verk. Bandaríska kúabóndanum Kirk Christie datt í hug að það sama gæti átt við um dýr.
Hann hefur alltaf lagt sig í líma við að vera góður við kýrnar sínar, og upphugsað ýmis ráð til þess að láta þeim líða vel.
Fyrir nokkrum misserum setti hann til dæmis vatnsrúm í básana þeirra. Það féll í góðan jarðveg hjá kusunum hans. Og skilaði árangri. Þær mjólka nú merkjanlega meira en áður.