Svanasöngur Coulthards í úrslitamótinu 2. nóvember 2008 12:25 Skotinn í skotapilisi og tilbúinn í síðustu Formúlu 1 keppni sína í dag. Mynd: Getty Images Þó mest athygli sé á titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í dag, þá fær Skotinn David Coulthard sinn skerf af athygli. Hann ekur í sínu síðasta Formúlu 1 móti eftir fjórtán ár í íþróttinni. Coulthard hefur á ferlinum ekið með Wiliams, McLaren og Red Bull. Hann hefur alltaf þótt góður fulltrúi íþróttarinnar og hefur unnið 13 mót. "Jafnvel þegar illa hefur gengið, þá hef ég notið þess að keppa í þeim 247 mótum sem ég hef ekið í. Ég hef unnið sæta sigra og upplifað gleði og sorg", sagði Coulthard. Hann kom inn í lið Williams eftir Ayrton Senna frá Brasilíu lést á Imola brautinni 1994. Mikil spenna er fyrir lokamótið í dag og Lewis Hamilton og Felipe Massa berjast um titilinn. Massa er fremstur á ráslínu, en Hamilton er í fjórða sæti og verður að vera í fimmta sæti eða ofar, ef Massa vinnur til að hampa titlinum. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 16.00 og verður m.a. fjalllað sérstaklega um feril Coulthards í upphitun, auk þess sem farið verður yfir ýmis atvik á árinu. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þó mest athygli sé á titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í dag, þá fær Skotinn David Coulthard sinn skerf af athygli. Hann ekur í sínu síðasta Formúlu 1 móti eftir fjórtán ár í íþróttinni. Coulthard hefur á ferlinum ekið með Wiliams, McLaren og Red Bull. Hann hefur alltaf þótt góður fulltrúi íþróttarinnar og hefur unnið 13 mót. "Jafnvel þegar illa hefur gengið, þá hef ég notið þess að keppa í þeim 247 mótum sem ég hef ekið í. Ég hef unnið sæta sigra og upplifað gleði og sorg", sagði Coulthard. Hann kom inn í lið Williams eftir Ayrton Senna frá Brasilíu lést á Imola brautinni 1994. Mikil spenna er fyrir lokamótið í dag og Lewis Hamilton og Felipe Massa berjast um titilinn. Massa er fremstur á ráslínu, en Hamilton er í fjórða sæti og verður að vera í fimmta sæti eða ofar, ef Massa vinnur til að hampa titlinum. Bein útsending er frá mótinu á Stöð 2 Sport kl. 16.00 og verður m.a. fjalllað sérstaklega um feril Coulthards í upphitun, auk þess sem farið verður yfir ýmis atvik á árinu.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira