Massa byrjaði sem matarsendill 28. október 2008 16:53 Felipe Massa og Lewis Hamilton berjast um titilinn á heimavelli Massa um helgina. Annarhvorr þeirra verður arftaki Kimi Raikkönen. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Felipe Massa er að keppa að sínum fyrsta meistaratitli í Formúlu 1 á heimavelli um helgina. En fyrstu kynni hans af íþróttinni voru sem matarsendill fyrir keppnisliðin þegar þau heimsóttu Interlagos brautina Massa vann hjá veitingahúsi í Saó Paulo sem sá keppnisliðum fyrir pasta og banönum. Massa nýtti sér það og sníkti passa inn á mótssvæðið gegnum eigandann sem gilti til laugardags. En til að komast að innsta kjarna á sunnudeginum þá þurfti hann að sendast með vörur til að komast í tæri við stjörnurnar. "Ég sagði við yfirkokkinn hjá Benetteon, Felice Guerini að ég myndi einn daginn hitta hann sem kappakstursmaður. Hann jánkaði því bara vingjarnlega. Horfði góðlega á matarsendilinn og sagði. Allt í lagi...." "Ég spurði hann svo nokkrum árum síðar hvort hann þekkti mig. Hann gerði það ekki og ég útskýrði fyrir honum okkar fyrstu kynni. Núna er Felice kokkur Ferrari og viði vinnum saman....", sagði Massa. Massa byrjaði í Formúlu 1 sem ökumaður Sauber, en þótti nokkuð viltur og mistækur. Hann varð síðan þróunarökumaður Ferrari og varð góður vinur Michael Schumacher, sem reyndist honum eins og lærifaðir. Massa keppir á heimavelli á Interlagos brautinni, en þar tók hann sín fyrstu skref í kappakstri á kartbraut. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa er að keppa að sínum fyrsta meistaratitli í Formúlu 1 á heimavelli um helgina. En fyrstu kynni hans af íþróttinni voru sem matarsendill fyrir keppnisliðin þegar þau heimsóttu Interlagos brautina Massa vann hjá veitingahúsi í Saó Paulo sem sá keppnisliðum fyrir pasta og banönum. Massa nýtti sér það og sníkti passa inn á mótssvæðið gegnum eigandann sem gilti til laugardags. En til að komast að innsta kjarna á sunnudeginum þá þurfti hann að sendast með vörur til að komast í tæri við stjörnurnar. "Ég sagði við yfirkokkinn hjá Benetteon, Felice Guerini að ég myndi einn daginn hitta hann sem kappakstursmaður. Hann jánkaði því bara vingjarnlega. Horfði góðlega á matarsendilinn og sagði. Allt í lagi...." "Ég spurði hann svo nokkrum árum síðar hvort hann þekkti mig. Hann gerði það ekki og ég útskýrði fyrir honum okkar fyrstu kynni. Núna er Felice kokkur Ferrari og viði vinnum saman....", sagði Massa. Massa byrjaði í Formúlu 1 sem ökumaður Sauber, en þótti nokkuð viltur og mistækur. Hann varð síðan þróunarökumaður Ferrari og varð góður vinur Michael Schumacher, sem reyndist honum eins og lærifaðir. Massa keppir á heimavelli á Interlagos brautinni, en þar tók hann sín fyrstu skref í kappakstri á kartbraut.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira