Jackie Stewart: Hamilton verður að halda haus 15. október 2008 08:44 Jackie Stewart og Lewis Hamilton ræða málin á mótsstað. Mynd: Getty Images Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður. "Þetta var ekki besta keppni Hamiltons. Þð er gamalt máltæki sem segir; Þú getur ekki unnið keppni í fyrstu beygju. Þú getur bara tapað henni. Það er nákvæmlega það sem gerðist. Hann verður að halda haus í lokamótunum tveimur", sagði Stewart um atburðina á Fuji brautinni. "Hamilton bremsaði of seint í mótinu á Fuji og þvingaði Raikkönen útaf. Hamilton er mjög rólegur í viðtölum, en þegar kemur að keppni, þá er hann ekki alltaf sá yfirvegaðasti. Hann er enn að læra. Hann verður ekki meistari með sama háttalagi og í Japan." "Felipe Massa gerði líka mistök þegar hann reyndi að fara framúr Hamilton í öðrum hring. Hann ók ekki vísvitandi á Hamilton, heldur fór hann framúr sjálfum sér í hita leiksins", sagði Stewart. Stewart mætir á mörg Formúlu 1 mót og vinnur þar kyningarvinnu í samstarfi við Williams liðið og skoska alþjóðabankann RBS. Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Gamla kempan Jackie Stewart sem varð þrívegis heimsneistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hafi ekki efni á lfieiri mistökum. Hann hefur lengi verið stuðningsmaður Hamiltons, en segir að hann hafi sýnt það um síðustu helgi að hann er enn óþroskaður sem ökumaður. "Þetta var ekki besta keppni Hamiltons. Þð er gamalt máltæki sem segir; Þú getur ekki unnið keppni í fyrstu beygju. Þú getur bara tapað henni. Það er nákvæmlega það sem gerðist. Hann verður að halda haus í lokamótunum tveimur", sagði Stewart um atburðina á Fuji brautinni. "Hamilton bremsaði of seint í mótinu á Fuji og þvingaði Raikkönen útaf. Hamilton er mjög rólegur í viðtölum, en þegar kemur að keppni, þá er hann ekki alltaf sá yfirvegaðasti. Hann er enn að læra. Hann verður ekki meistari með sama háttalagi og í Japan." "Felipe Massa gerði líka mistök þegar hann reyndi að fara framúr Hamilton í öðrum hring. Hann ók ekki vísvitandi á Hamilton, heldur fór hann framúr sjálfum sér í hita leiksins", sagði Stewart. Stewart mætir á mörg Formúlu 1 mót og vinnur þar kyningarvinnu í samstarfi við Williams liðið og skoska alþjóðabankann RBS.
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira