Svíar lækka stýrivexti 4. desember 2008 09:09 Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Reiknað er með því að hann tilkynni um lækkun stýrivaxta á evrusvæðinu í dag. Mynd/AFP Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar markaðsaðila, sem höfðu séð 100 punkta lækkun í kristalskúlunni í mesta lagi, að sögn vefútgáfu breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Blaðið segir stýrivaxtalækkunina nú skýr merki um áhrif alþjóðlegra efnahagsþrenginga á sænskt atvinnulíf. Samkvæmt grunnreglum hagfræðinnar er kreppa í Svíþjóð um þessar mundir en hagvöxtur hefur dregist saman - þó lítillega - tvö ársfjórðunga í röð. Þá hefur framleiðni aldrei nokkru sinni verið minni. Farið var að taka saman tölur um slíkt fyrir fjórtán árum. Financial Times segir Svía hafa að líkindum slegið taktinn fyrir daginn og reiknar með röð vaxtalækkana í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er í dagbókum evrópska seðlabankans og Englandsbanka í dag og líkur á að þeir lækki stýrivexti sína talsvert. Stýrivextir hér standa í átján prósentum. Þeir hafa farið síhækkandi frá því í maí árið 2004 ef frá eru taldir níu dagar í október. Þá voru þeir óvænt lækkaðir úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Á tíunda degi voru þeir svo skrúfaðir upp í átján prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sænski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 175 punkta í dag og fara stýrivextir við það úr 3,75 prósentum í tvö. Þetta er langt umfram væntingar markaðsaðila, sem höfðu séð 100 punkta lækkun í kristalskúlunni í mesta lagi, að sögn vefútgáfu breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Blaðið segir stýrivaxtalækkunina nú skýr merki um áhrif alþjóðlegra efnahagsþrenginga á sænskt atvinnulíf. Samkvæmt grunnreglum hagfræðinnar er kreppa í Svíþjóð um þessar mundir en hagvöxtur hefur dregist saman - þó lítillega - tvö ársfjórðunga í röð. Þá hefur framleiðni aldrei nokkru sinni verið minni. Farið var að taka saman tölur um slíkt fyrir fjórtán árum. Financial Times segir Svía hafa að líkindum slegið taktinn fyrir daginn og reiknar með röð vaxtalækkana í Evrópu í dag. Vaxtaákvörðunardagur er í dagbókum evrópska seðlabankans og Englandsbanka í dag og líkur á að þeir lækki stýrivexti sína talsvert. Stýrivextir hér standa í átján prósentum. Þeir hafa farið síhækkandi frá því í maí árið 2004 ef frá eru taldir níu dagar í október. Þá voru þeir óvænt lækkaðir úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Á tíunda degi voru þeir svo skrúfaðir upp í átján prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira