Kapphlaup um sæti hjá Honda 7. nóvember 2008 10:36 Sannkallað einvígi verður um ökumannssæti hjá Honda á næsta ári í nóvember. Honda tilkynnti í dag að Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi komi til með að prófa bíl liðsins, en fyrr í vikunni var sagt frá því að Bruno Senna mun prófa bíl liðsins. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og landar Rubens Barrichelllo sem virðist á góðri leið með að missa sæti sitt hjá liðinu. Ross Brawn framkvæmdarstjóri hefur ekki viljað endurráða hann, enn sem komið er. Di Grassi hefur verið þróunarökumaður Renault í ár og keppti í GP 2 mótaröðinni. Hann og Senna er þegar komnir í herbúðir Honda til að læra inn á bílanna í ökuhermi, en sá þeirra sem stendur sig betur á æfingum 17.-19. nóvember hreppir trúlega hnossið, Barrichello til armæðu. Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sannkallað einvígi verður um ökumannssæti hjá Honda á næsta ári í nóvember. Honda tilkynnti í dag að Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi komi til með að prófa bíl liðsins, en fyrr í vikunni var sagt frá því að Bruno Senna mun prófa bíl liðsins. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og landar Rubens Barrichelllo sem virðist á góðri leið með að missa sæti sitt hjá liðinu. Ross Brawn framkvæmdarstjóri hefur ekki viljað endurráða hann, enn sem komið er. Di Grassi hefur verið þróunarökumaður Renault í ár og keppti í GP 2 mótaröðinni. Hann og Senna er þegar komnir í herbúðir Honda til að læra inn á bílanna í ökuhermi, en sá þeirra sem stendur sig betur á æfingum 17.-19. nóvember hreppir trúlega hnossið, Barrichello til armæðu.
Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira