Segir starfskjör Lárusar Welding eðlileg 21. maí 2008 11:15 Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Mynd/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir að þau kjör sem Lárusi Welding voru boðin þegar hann var ráðinn séu í samræmi við það sem tíðkaðist við gerð sambærilegra samninga hjá fjármálafyrirtækjum á þeim tíma. Segir hann að ljóst hafi verið að vandasamt yrði að fylla skarð Bjarna Ármannssonar og þegar Lárus varð fyrir valinu, þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landsbankans í London. Hafði hann á þeim tíma áunnið sér tiltekin starfskjör og réttindi sem hann gaf frá sér þegar hann skipti um starfsvettvang. Þetta kemur fram í svari Þorsteins við fyrirspurnum sem Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, setti fram á aðalfundi Glinis 20. febrúar síðastliðinn. Þorsteinn tekur þó fram að samningar af þessu tagi verði ekki gerðir á meðan hann gegni starfi stjórnarformanns í bankanum þótt þeir hafi tíðkast fram til þessa í starfsemi fjármálafyrirtækja. Varðandi kaupréttasamninga sem stjórn Glitnis gerir segir Þorsteinn að stjórn bankans hafi einungis gert kaupréttarsamning við forstjóra félagsins en gerð annarra kaupréttarsamninga sé ekki í höndum stjórnar. Stjórn félagsins samþykkti 30. maí 2007 kaupréttarstefnu vegna þess sem eftir lifði ársins 2007 og ársins 2008. Samkvæmt henni var heimilt að gera kaupréttarsamninga fyrir allt að 550 milljónir hluta við lykilstarfsmenn í bankanum. Var miðað við lokagengi hlutabréfa í Glitni 29. maí sem var þá 27,5 krónur á hvern hlut. Meginreglan sé sú að kaupréttargengi sé lokagengi síðasta dags fyrir undirritun samnings. Jafnframt tekur Þorsteinn fram að unnið sé að því um þessar mundir, í samstarfi við lykilstjórnendur, að breyta núverandi fyrirkomulagi og fella niður þá kauprétti sem nú eru í gildi. Segir hann að unnið sé að nýju fyrirkomulagi og hafi Félag fjárfesta hugmyndir um efni hvatakerfis fyrir stjórnendur sé hann reiðubúinn til viðræðna um það efni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir að þau kjör sem Lárusi Welding voru boðin þegar hann var ráðinn séu í samræmi við það sem tíðkaðist við gerð sambærilegra samninga hjá fjármálafyrirtækjum á þeim tíma. Segir hann að ljóst hafi verið að vandasamt yrði að fylla skarð Bjarna Ármannssonar og þegar Lárus varð fyrir valinu, þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri Landsbankans í London. Hafði hann á þeim tíma áunnið sér tiltekin starfskjör og réttindi sem hann gaf frá sér þegar hann skipti um starfsvettvang. Þetta kemur fram í svari Þorsteins við fyrirspurnum sem Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, setti fram á aðalfundi Glinis 20. febrúar síðastliðinn. Þorsteinn tekur þó fram að samningar af þessu tagi verði ekki gerðir á meðan hann gegni starfi stjórnarformanns í bankanum þótt þeir hafi tíðkast fram til þessa í starfsemi fjármálafyrirtækja. Varðandi kaupréttasamninga sem stjórn Glitnis gerir segir Þorsteinn að stjórn bankans hafi einungis gert kaupréttarsamning við forstjóra félagsins en gerð annarra kaupréttarsamninga sé ekki í höndum stjórnar. Stjórn félagsins samþykkti 30. maí 2007 kaupréttarstefnu vegna þess sem eftir lifði ársins 2007 og ársins 2008. Samkvæmt henni var heimilt að gera kaupréttarsamninga fyrir allt að 550 milljónir hluta við lykilstarfsmenn í bankanum. Var miðað við lokagengi hlutabréfa í Glitni 29. maí sem var þá 27,5 krónur á hvern hlut. Meginreglan sé sú að kaupréttargengi sé lokagengi síðasta dags fyrir undirritun samnings. Jafnframt tekur Þorsteinn fram að unnið sé að því um þessar mundir, í samstarfi við lykilstjórnendur, að breyta núverandi fyrirkomulagi og fella niður þá kauprétti sem nú eru í gildi. Segir hann að unnið sé að nýju fyrirkomulagi og hafi Félag fjárfesta hugmyndir um efni hvatakerfis fyrir stjórnendur sé hann reiðubúinn til viðræðna um það efni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent