Klaatu til bjargar 11. desember 2008 04:30 Keanu Reeves leikur geimveruna Klaatu í kvikmyndinni The Day the Earth Stood Still sem verður heimsfrumsýnd hérlendis á morgun. Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira