Skammir Moggans 17. apríl 2008 11:06 Mogginn hefur farið skemmtilega úrillur fram úr í morgun, eða í það minnsta vandar hann ekki borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kveðjurnar í sérstökum kjallaraleiðara í blaðinu í dag. Það telst alltaf til tíðinda þegar Moggi skammar sjálfstæðismenn. Einkum og sér í lagi ef skammirnar eru hastarlegar. Og stjarfar af reiði. Hitt er alvanalegt að hann hatist út í erkióvin sinn; Samfylkinguna. Sem er ekki lengur nein frétt. En nú standa Hádegismóaspjótin á sexmenningunum við Tjörnina, því mikla prinsippfólki pólitíkurinnar sem tekið hefur U-beygju á rauðu ljósi í Rei-málinu. Úps. Ég skil reiði Mogga. Það vottar fyrir því að hann sé samkvæmur sjálfum sér í aðhaldinu sem stjórnmálaflokkum ber. Fréttin er þessi: Ég man ekki til þess í annan tíma að Moggi hafi farið jafn ljótum orðum um vini sína í Flokknum og hann gerir á leiðaraopnunni í dag: "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." Mogginn krefst þess að forysta Flokksins skerist í skrípaleikinn af einfaldri ástæðu: "Borgarstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus ..." Þetta er talsvert. Sérstaklega úr penna Mogga þar sem flokksástin hefur gjarnan brenglað allt pólitískt veruleikaskyn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun
Mogginn hefur farið skemmtilega úrillur fram úr í morgun, eða í það minnsta vandar hann ekki borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kveðjurnar í sérstökum kjallaraleiðara í blaðinu í dag. Það telst alltaf til tíðinda þegar Moggi skammar sjálfstæðismenn. Einkum og sér í lagi ef skammirnar eru hastarlegar. Og stjarfar af reiði. Hitt er alvanalegt að hann hatist út í erkióvin sinn; Samfylkinguna. Sem er ekki lengur nein frétt. En nú standa Hádegismóaspjótin á sexmenningunum við Tjörnina, því mikla prinsippfólki pólitíkurinnar sem tekið hefur U-beygju á rauðu ljósi í Rei-málinu. Úps. Ég skil reiði Mogga. Það vottar fyrir því að hann sé samkvæmur sjálfum sér í aðhaldinu sem stjórnmálaflokkum ber. Fréttin er þessi: Ég man ekki til þess í annan tíma að Moggi hafi farið jafn ljótum orðum um vini sína í Flokknum og hann gerir á leiðaraopnunni í dag: "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." Mogginn krefst þess að forysta Flokksins skerist í skrípaleikinn af einfaldri ástæðu: "Borgarstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus ..." Þetta er talsvert. Sérstaklega úr penna Mogga þar sem flokksástin hefur gjarnan brenglað allt pólitískt veruleikaskyn ... -SER.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun