Þarf að beita lögþvingun? Ögmundur Jónasson skrifar 6. september 2008 00:01 Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Talsvert er um liðið síðan farið var að ræða um að lög og reglur yrðu settar um upplýsingaskyldu þingmanna og ráðherra. Kröfur þessa efnis hafa ágerst eftir því sem fólk hefur orðið þess áskynja að hugtakið einkavinavæðing var ekki fundið upp að ástæðulausu. Hagsmuna- og eignatengsl á milli fyrirtækja og einstaklinga sem hagnast á einkavæðingu annars vegar, og síðan stjórnmálamanna sem með slíkt véla hins vegar, eru mjög raunveruleg. Þetta þekkjum við frá einkavæðingu ríkisbankanna sérstaklega og hið sama dúkkar upp nú þegar heilbrigðiskerfið er komið inn á færiband einkavæðingar. Um þetta þurfa fjölmiðlar að vera meðvitaðir og upplýsa almenning. Frumskyldan hvílir hins vegar hjá viðkomandi þingmönnum og ráðherrum. Að sjálfsögðu ber þeim að upplýsa um öll þau eigna- og hagsmunatengsl sem máli geta skipt. Einfaldasta leiðin er að sett verði lög hvað þetta varðar og hefur þingflokkur VG verið þess mjög fylgjandi að svo verði gert. Hið sama hefur heyrst frá þingflokki Samfylkingarinnar. Einn grundvallarmunur er þó á þessum tveimur þingflokkum. Þingmenn VG ákváðu að bíða ekki eftir því að þeir yrðu lögþvingaðir til þessarar upplýsingagjafar. Að eigin frumkvæði birtu þeir á heimasíðu flokksins allar upplýsingar um tekjur sínar, eignir og hagsmunatengsl. Hafa þessar upplýsingar legið fyrir opinberlega um nokkurt árabil. Hvað Samfylkinguna áhrærir þá hefur hún mikið talað um þörf á lögum sem þvingi þingmenn til sagna. En lengra nær það ekki. Getur verið að beita þurfi Samfylkinguna lögþvingun til að gera það sem hún galar um á torgum að hún vilji gera? Hvers vegna ekki að finna samræmi í orðum og athöfnum? Auðvitað eiga allir sem eru slíkri upplýsingagjöf samþykkir að stíga skrefið fyrir sjálfa sig þegar í stað og undanbragðalaust og þá láta hina sitja uppi með skömmina takist ekki að ná samstöðu á Alþingi um lögbundnar reglur um hagsmunatengsl þingmanna. Ef hins vegar dæma skal af opinberum yfirlýsingum um þetta efni þá er fyrir þessu meirihluti á Alþingi. Nema menn kannski tali af kokhreysti vegna þess að þeir viti að þeir þurfi ekki að standa við orð sín? Svona einsog með eftirlaunalögin. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun