Töframeðal nútímans Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. júní 2008 06:30 Í hinum indælu ferðaþáttum Michaels Palins sem sýndir voru í sjónvarpinu um daginn var það sláandi að ekki er svo aumt og langhrjáð land í Evrópu að þar gangi ekki lestir, sem Palin hoppaði upp í glaður í bragði og létthífaður af öllu hvítvíninu sem alltaf var verið að gefa honum, eins og hann hefði aldrei frétt af því hvílík skömm og hneisa það er að þurfa að ferðast með öðru fólki í vagni - láta hreinlega annan mann um aksturinn. Á Íslandi er hins vegar ekki til svo aumt hreysi að þar standi ekki að minnsta kosti þrjár hátíðarútgáfur af pallbíl fyrir utan - að ógleymdum „litlu" bílunum fyrir aðra heimilismeðlimi en þennan eina karlmann sem hossast um á sínum bensínsvelg eins og hann sé alla daga að flytja heyrúllur yfir jökulár. Maður heyrir þá stundum í fjölmiðlum hróðuga og í léttu keppnisskapi vitna um ný og ný met: Það kostar orðið tuttugu þúsund að fylla á minn... Blessaður vertu, það kostar þrjátíu þúsund að fylla á minn... Uss það er sko ekkert; fimmtíu þúsund á minn... Þetta hljómar eins og þeir séu að tala um fallþunga dilka.Hvað er meira erlendis?Því miður virðumst við hér föst í vítahring rótgróinna ranghugmynda um almenningssamgöngur: að þær séu neyðarbrauð handa öldruðum og öryrkjum og skólafólki - en ekki raunverulegur kostur fyrir millistéttina eins og tíðkast hjá siðmenntuðum þjóðum. Þau hjá Strætó halda að þetta sé sér að kenna - og eru alltaf að leita nýrra og æ örvæntingarfyllri leiða - en ég ætla hins vegar að leyfa mér að varpa fram þeirri byltingarkenndu tilgátu að vagnarnir séu tómir vegna þess að fólkið sé ekki í þeim.Því fólkið er haldið meinloku. Að það sé ófínt að taka strætó. Um leið og almennt millistéttarfólk fer að nota strætó kemst það að raun um að þjónustan er alveg nógu góð, og þegar fólkinu fjölgar batnar þjónustan. Og svo framvegis.Lestir. Hvað er meira erlendis en þær? Framandlegra, exótískara? Í mínu ungdæmi var það þetta þrennt sem táknaði útlönd og allir urðu að prófa: Polar Beer-inn í Fríhöfninni, Rússibaninn í Tívolí - og lestir. Interrail-ferð var manndómsvígsla ungmenna, óhemju spennandi í nokkra mánuði, en svo var þetta orðið ágætt og kominn tími til að halda heim. Lestir voru bara eitthvað í útlöndum - eitthvað fyrir útlendinga.Til síðasta bensíndropaÁrið 1895 skrifaði Valtýr Guðmundsson í tímarit sitt Eimreiðina - en því miður tapaði sá mikli framfarasinni slagnum við Hannes Hafstein um ráðherradóm árið 1904:„Ef alþýða manna á Íslandi þekkti járnbrautir og vissi, hve margvíslega og margfalda blessun þær hafa í för með sjer fyrir líf og efnahag manna, þá mundi hún ekki linna látum fyrri en hún væri búin að ná í þetta mikla töframeðal nútímans." Og Valtýr skrifaði líka: „Þau einu samgöngufæri, sem geta fullnægt þörfum nútímans eru eimskip og eimlestir."Kannski spurning þetta með eimskipin en hitt hljómar tímabærara en nokkru sinni á tímum síhækkandi olíuverðs og kostnaðar við þjóðvegakerfið vegna þungaflutninga. Að vísu virðist Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í þann mund að leggja niður Orkuveituna og banna þátttöku Íslendinga í orkuævintýrum heimsins af heimóttarskap og hagsmunagæslu, enda Flokknum löngum stjórnað af bensín- og bílasölum og borgin skipulögð eftir því. Það verður greinilega barist til síðasta bensíndropa en framtíðin býr nú samt í öðrum orkugjöfum.Ísbjarnarfárið á dögunum varð til þess að nýjar og framsæknar hugmyndir nefndar á vegum Árna Mathiesen féllu í skuggann, en þær snerust um að skattleggja sjálft bensínið fremur en bílana og beina fólki með þeim hætti fremur að því að nota eyðsluminni bíla. Þessum hugmyndum hefur verið furðu illa tekið víða nema í ágætum leiðara Jóns Kaldal í Fréttablaðinu. Olía er að verða munaðarvara hér rétt eins og annars staðar og kominn tími til að horfast í augu við það.Og þá verða lestir knúnar öðru en olíu töframeðal nútímans. Stundum er talað um að lestir séu ekki raunhæfur kostur hér á landi - en er þá sem sagt trukka- og pallbílastefnan raunhæf?Af hverju eru lestarsamgöngur ekki raunhæfar á Íslandi? Var það gáfulegra að leggja mikið flæmi og kostnað í að gera langtímastæði í Keflavík fyrir einkabílana en að leggja braut þangað?Það er ekkert í þjóðarkarakter Íslendinga sem mælir á móti eimreiðum. Við súpum bara seyðið af því að hafa búið hér við stjórnvöld alla tuttugustu öldina sem þverskölluðust við að sinna almennilegri uppbyggingu í samgöngumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í hinum indælu ferðaþáttum Michaels Palins sem sýndir voru í sjónvarpinu um daginn var það sláandi að ekki er svo aumt og langhrjáð land í Evrópu að þar gangi ekki lestir, sem Palin hoppaði upp í glaður í bragði og létthífaður af öllu hvítvíninu sem alltaf var verið að gefa honum, eins og hann hefði aldrei frétt af því hvílík skömm og hneisa það er að þurfa að ferðast með öðru fólki í vagni - láta hreinlega annan mann um aksturinn. Á Íslandi er hins vegar ekki til svo aumt hreysi að þar standi ekki að minnsta kosti þrjár hátíðarútgáfur af pallbíl fyrir utan - að ógleymdum „litlu" bílunum fyrir aðra heimilismeðlimi en þennan eina karlmann sem hossast um á sínum bensínsvelg eins og hann sé alla daga að flytja heyrúllur yfir jökulár. Maður heyrir þá stundum í fjölmiðlum hróðuga og í léttu keppnisskapi vitna um ný og ný met: Það kostar orðið tuttugu þúsund að fylla á minn... Blessaður vertu, það kostar þrjátíu þúsund að fylla á minn... Uss það er sko ekkert; fimmtíu þúsund á minn... Þetta hljómar eins og þeir séu að tala um fallþunga dilka.Hvað er meira erlendis?Því miður virðumst við hér föst í vítahring rótgróinna ranghugmynda um almenningssamgöngur: að þær séu neyðarbrauð handa öldruðum og öryrkjum og skólafólki - en ekki raunverulegur kostur fyrir millistéttina eins og tíðkast hjá siðmenntuðum þjóðum. Þau hjá Strætó halda að þetta sé sér að kenna - og eru alltaf að leita nýrra og æ örvæntingarfyllri leiða - en ég ætla hins vegar að leyfa mér að varpa fram þeirri byltingarkenndu tilgátu að vagnarnir séu tómir vegna þess að fólkið sé ekki í þeim.Því fólkið er haldið meinloku. Að það sé ófínt að taka strætó. Um leið og almennt millistéttarfólk fer að nota strætó kemst það að raun um að þjónustan er alveg nógu góð, og þegar fólkinu fjölgar batnar þjónustan. Og svo framvegis.Lestir. Hvað er meira erlendis en þær? Framandlegra, exótískara? Í mínu ungdæmi var það þetta þrennt sem táknaði útlönd og allir urðu að prófa: Polar Beer-inn í Fríhöfninni, Rússibaninn í Tívolí - og lestir. Interrail-ferð var manndómsvígsla ungmenna, óhemju spennandi í nokkra mánuði, en svo var þetta orðið ágætt og kominn tími til að halda heim. Lestir voru bara eitthvað í útlöndum - eitthvað fyrir útlendinga.Til síðasta bensíndropaÁrið 1895 skrifaði Valtýr Guðmundsson í tímarit sitt Eimreiðina - en því miður tapaði sá mikli framfarasinni slagnum við Hannes Hafstein um ráðherradóm árið 1904:„Ef alþýða manna á Íslandi þekkti járnbrautir og vissi, hve margvíslega og margfalda blessun þær hafa í för með sjer fyrir líf og efnahag manna, þá mundi hún ekki linna látum fyrri en hún væri búin að ná í þetta mikla töframeðal nútímans." Og Valtýr skrifaði líka: „Þau einu samgöngufæri, sem geta fullnægt þörfum nútímans eru eimskip og eimlestir."Kannski spurning þetta með eimskipin en hitt hljómar tímabærara en nokkru sinni á tímum síhækkandi olíuverðs og kostnaðar við þjóðvegakerfið vegna þungaflutninga. Að vísu virðist Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík í þann mund að leggja niður Orkuveituna og banna þátttöku Íslendinga í orkuævintýrum heimsins af heimóttarskap og hagsmunagæslu, enda Flokknum löngum stjórnað af bensín- og bílasölum og borgin skipulögð eftir því. Það verður greinilega barist til síðasta bensíndropa en framtíðin býr nú samt í öðrum orkugjöfum.Ísbjarnarfárið á dögunum varð til þess að nýjar og framsæknar hugmyndir nefndar á vegum Árna Mathiesen féllu í skuggann, en þær snerust um að skattleggja sjálft bensínið fremur en bílana og beina fólki með þeim hætti fremur að því að nota eyðsluminni bíla. Þessum hugmyndum hefur verið furðu illa tekið víða nema í ágætum leiðara Jóns Kaldal í Fréttablaðinu. Olía er að verða munaðarvara hér rétt eins og annars staðar og kominn tími til að horfast í augu við það.Og þá verða lestir knúnar öðru en olíu töframeðal nútímans. Stundum er talað um að lestir séu ekki raunhæfur kostur hér á landi - en er þá sem sagt trukka- og pallbílastefnan raunhæf?Af hverju eru lestarsamgöngur ekki raunhæfar á Íslandi? Var það gáfulegra að leggja mikið flæmi og kostnað í að gera langtímastæði í Keflavík fyrir einkabílana en að leggja braut þangað?Það er ekkert í þjóðarkarakter Íslendinga sem mælir á móti eimreiðum. Við súpum bara seyðið af því að hafa búið hér við stjórnvöld alla tuttugustu öldina sem þverskölluðust við að sinna almennilegri uppbyggingu í samgöngumálum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun