Oddaleikur hjá San Antonio og New Orleans 16. maí 2008 07:15 Manu Ginobili setti persónulegt met með sex þristum í nótt NordcPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio. Oddaleikur liðanna verður því í New Orleans á mánudagskvöldið og þar verður leikið til þrautar. San Antonio vann nokkuð öruggan sigur í leiknum í nótt og náði mest 24 stiga forskoti. Þetta var 20. leikurinn af 21 þar sem heimaliðið fer með sigur af hólmi í annari umferðinni í úrslitakeppninni. Manu Ginobili var öflugur í liði San Antonio og skoraði 25 stig, þar af sex þrista, Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 15 fráköst og Tony Parker skoraði 15 stig. Chris Paul fór að venju fyrir liði New Orleans með 21 stigi og 8 stoðsendingum, Tyson Chandler skoraði 14 stig, Peja Stojakovic 13 og David West skoraði aðeins 10 stig. Tölfræði leiksins West átti stórleik í fimmta leiknum í New Orleans, en lenti í villuvandræðum eins og Chris Paul í leiknum í nótt og þurfti svo að fara útaf í fjórða leikhlutanum vegna bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðan í fimmta leiknum. "Við vitum hvað er í húfi. Við eigum á hættu að vera slegnir út og því ætlum við ekki að gefast upp baráttulaust. Við mætum klárir í slaginn í oddaleikinn," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. San Antonio liðið hefur ekki horft fram á að vera slegið út í úrslitakeppninni síðan árið 2006 þegar liðið lenti 3-1 undir í einvígi sínu við Dallas, en kom þá til baka og tapaði oddaleik í framlengingu. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta í oddaleiknum á mánudaginn, en spútniklið New Orleans hefur haldið áfram að koma spámönnum á óvart í allan vetur. Þá er bara að sjá hvort reynsla meistara San Antonio eða ungt og hungrað lið New Orleans hefur betur í úrslitaleiknum í einvíginu, þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort LA Lakers eða Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar. Sjötti leikur Utah og Lakers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 02:30 eftir miðnætti í nótt. Þar hefur Lakers 3-2 yfir og getur tryggt sig áfram með sigri. Þá gæti einnig dregið til tíðinda í einvígi Boston og Cleveland, en sjötti leikur liðanna verður sýndur beint á NBA TV rásinni á miðnætti í nótt. Þar hefur Boston yfir 3-2 í einvíginu en þarf að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppninni ef liðinu á að takast að komast í úrslit Austurdeildarinnar þar sem Detroit bíður átekta. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira