NBA: Lakers komið í 3-1 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2008 09:23 Brent Barry reynir hér að tryggja sínum mönnum sigur í leiknum en margir töldu að Derek Fisher hafi brotið á honum í skottilraun hans. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann í nótt tveggja stiga sigur á San Antonio, 93-91, og er þar með komið með 3-1 forystu í úrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni í NBA-körfuboltanum. Brent Barry, leikmaður San Antonio, reyndi að tryggja sínum mönnum sigur með þriggja stiga skoti undir lok leiksins en skot hans geigaði. Margir töldu reyndar að Derek Fisher, leikmaður Lakers, hafði brotið á Barry en ekkert var dæmt. Lakers var með forystu allan leikinn eftir að hafa komist í 22-8 forystu strax í upphafi leiksins. San Antonio náði að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta, 81-79, en þá skoraði Lakers sjö stig í röð. Lakers hafði einmitt sjö stiga forystu þegar 50 sekúndur voru til leiksloka en þá misnotaði Pau Gasol tvö vítaskot. San Antonio náði að minnka muninn í 93-91 en komst ekki nær sem fyrr segir. „Það er ekki dæmt á svona lagað í úrslitum Vesturdeildarinnar," sagði Barry um meint brot Fisher á sér. „Kannski í deildarkeppninni en ekki í úrslitunum." Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók í samskonar streng. „Ef ég hefði verið dómarinn hefði ég ekki dæmt á þetta." Fisher sjálfur átti heldur aldrei von á því að hann yrði dæmdur brotlegur. „Ég held að við lentum á sama tíma og það var vissulega snerting. En ég braut ekki á honum." Kobe Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 28 stig þrátt fyrir að fara aldrei á vítalínuna. Hann tók einnig tíu fráköst. Lamar Odom var með sextán stig, Vladimir Radmanovic ellefu og Pau Gasol tíu stig og tíu fráköst. Hjá San Antonio var Tim Duncan stigahæstur með 29 stig og sautján fráköst. Tony Parker og Barry voru með 23 stig hver en aðrir voru með sjö stig eða minna. Lakers getur nú tryggt sér sigur í úrslitum NBA-deildarinnar á fimmtudagskvöldið með sigri á heimavelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
LA Lakers vann í nótt tveggja stiga sigur á San Antonio, 93-91, og er þar með komið með 3-1 forystu í úrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni í NBA-körfuboltanum. Brent Barry, leikmaður San Antonio, reyndi að tryggja sínum mönnum sigur með þriggja stiga skoti undir lok leiksins en skot hans geigaði. Margir töldu reyndar að Derek Fisher, leikmaður Lakers, hafði brotið á Barry en ekkert var dæmt. Lakers var með forystu allan leikinn eftir að hafa komist í 22-8 forystu strax í upphafi leiksins. San Antonio náði að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta, 81-79, en þá skoraði Lakers sjö stig í röð. Lakers hafði einmitt sjö stiga forystu þegar 50 sekúndur voru til leiksloka en þá misnotaði Pau Gasol tvö vítaskot. San Antonio náði að minnka muninn í 93-91 en komst ekki nær sem fyrr segir. „Það er ekki dæmt á svona lagað í úrslitum Vesturdeildarinnar," sagði Barry um meint brot Fisher á sér. „Kannski í deildarkeppninni en ekki í úrslitunum." Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók í samskonar streng. „Ef ég hefði verið dómarinn hefði ég ekki dæmt á þetta." Fisher sjálfur átti heldur aldrei von á því að hann yrði dæmdur brotlegur. „Ég held að við lentum á sama tíma og það var vissulega snerting. En ég braut ekki á honum." Kobe Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 28 stig þrátt fyrir að fara aldrei á vítalínuna. Hann tók einnig tíu fráköst. Lamar Odom var með sextán stig, Vladimir Radmanovic ellefu og Pau Gasol tíu stig og tíu fráköst. Hjá San Antonio var Tim Duncan stigahæstur með 29 stig og sautján fráköst. Tony Parker og Barry voru með 23 stig hver en aðrir voru með sjö stig eða minna. Lakers getur nú tryggt sér sigur í úrslitum NBA-deildarinnar á fimmtudagskvöldið með sigri á heimavelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira