Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík 1. nóvember 2008 14:08 Einar Árni var ánægður með sigurinn í Keflavík í gær "Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
"Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum