Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík 1. nóvember 2008 14:08 Einar Árni var ánægður með sigurinn í Keflavík í gær "Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
"Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira