Sögulegt silfur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2008 07:27 Ólafur Stefánsson í baráttunni gegn Frökkum í úrslitaleiknum. Mynd/Vilhelm Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Stærsti munurinn á liðunum í dag fólst í því að Thierry Omeyer, markvörður Frakka og án nokkurs vafa langbesti handboltamarkvörður heims, átti frábæran dag og lokaði á köflum franska markinu. Frakkar spiluðu einnig gríðarlega sterka vörn og öflugan sóknarleik. Frakkland eiga bestu skyttu í heimi - Nikola Karabatic - sem skoraði átta mörk í dag. Greinilegt var að íslensku leikmennirnir mættu gríðarvel stemmdir til leiks því fyrstu mínúturnar voru þær bestu í leiknum. Ísland náði forystunni, 3-2, eftir níu mínútna leik en þá komu tvær sleggjur í röð frá Karabatic. Arnór svaraði með góðu marki en þar með var íslensku mótspyrnunni lokið. Frakkar skoruðu fjögur mörk í röð og á næstu þrettán mínútum skoruðu Frakkar tíu mörk gegn þremur. Staðan í hálfleik var 15-10 í hálfleik eftir ágætan leikkafla undir lok hálfleiksins en ekki tók betra við í upphafi þess síðara. Eftir tvö mörk á fyrstu tveimur mínútunum í síðari hálfleik skoraði Ísland ekki mark í tæpar átta mínútur. Á þeim tíma komust Frakkar í níu marka forystu, 21-12. Eftir það slökuðu Frakkar á klónni og Íslendingar komust aðeins betur inn í leikinn. Björgvin Páll fór að verja en hvorki hann né Hreiðar höfðu varið bolta síðan snemma í fyrri hálfleik. En það var bara of lítill tími til stefnu. Niðurstaðan var fimm marka sigur Frakka og gullið var þeirra. Margir lykilmanna íslenska liðsins fundu sig ekki í dag. Enginn átti góðan dag í sókninni og sterkustu varnarmenn Íslands náðu sér ekki heldur á strik. Engu að síður er niðurstaðan glæsileg fyrir íslenska landsliðið. Silfurverðlaun á Ólympíuleikum er glæsilegur árangur, sérstaklega í liðsíþrótt. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslands á stórmóti í handbolta og í fyrsta sinn sem Ísland vinnur verðlaun í liðsíþrótt á Ólympíuleikum. Tölfræði leiksins: Ísland - Frakkland 23-28 (10-15) Gangur leiksins: 0-1, 2-2, 3-2, 3-4, 4-4, 4-8, 7-14, (10-15), 12-18, 12-21, 15-24, 17-25, 19-25, 22-27, 23-28. Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 5 (11/1) Snorri Steinn Guðjónsson 4/3 (6/4) Arnór Atlason 4 (6) Logi Geirsson 3 (7) Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9) Alexander Petersson 2 (5) Sigfús Sigurðsson 1 (2) Róbert Gunnarsson 1 (2) Skotnýting: 23/49, 47% Vítanýting: Skorað úr 3 af 5. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10 (32/1, 31%, 50 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (6/1, 10 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Guðjón Valur 2, Róbert 1). Fiskuð víti: Róbert 2, Sigfús 1, Guðjón Valur 1 og Arnór 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Frökkum: Nikola Karabatic 8 Bertrand Gille 5 Luc Abalo 4 Cedric Burdet 4 Skotnýting: 28/42, 67% Vítanýting: Skorað úr 2 af 2. Varin skot: Thierry Omeyer 22 (42/4, 52%, 57 mínútur) Daouda Karaboue 0 (3/1, 3 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 Utan vallar: 8 mínútur 09.10 Ísland - Frakkland 23-28 Leiknum er lokið með fimm marka sigri Frakka. Frakkar voru einfaldlega betri á öllum sviðum í dag - flóknara er það ekki. En ég gleðst með íslenska handboltalandsliðinu. Þvílíkur árangur. Þvílíkt afrek. Strákarnir gráta. Ég skil þá vel. Spennufallið er mikið. Auðvitað eru vonbrigðin mikil líka enda annálaðir keppnismenn sem ætluðu sér sigur í dag. Þeir þurfa ekkert að skammast sín. Betra að klikka nú í úrslitaleiknum en að eiga slæman leik í til dæmis fjórðungsúrslitunum. Silfrið bíður. SILFUR!!! 09.07 Ísland - Frakkland 23-28 Til hamingju, Frakkland, með gullið. Til hamingju, Ísland, með silfrið. Ein og hálf eftir. ÍSLAND VANN SILFUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM! ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!!! 09.00 Ísland - Frakkland 19-25 Jæja, nú er þetta bara því miður búið. Omeyer hefur varið úr tveimur góðum færum í röð sem er bara of mikið. Hann hefur varið nítján skot í dag og verið Íslendingum allra erfiðastur í franska liðinu. Sigfús skorar þó úr hraðaupphlaupi og Ísland vinnur aftur boltann. Guðjón í hraðaupphlaupi og Omeyer fær tveggja mínútna brottvísun. Snorri skorar úr vítinu. Rúmar sex mínútur eftir og sex marka munur. Kannski er ekki öll nótt úti enn? 08.57 Ísland - Frakkland 17-24 Tvö íslensk mörk í röð og Frakkar missa mann af velli. Sjö mörk og tæpar tíu mínútur eftir. 08.53 Ísland - Frakkland 15-24 Þrettán mínútur eftir og níu marka munur. Er þetta hægt? 08.49 Ísland - Frakkland 15-23 Björgvin byrjaður að verja mjög vel en vörnin þarf að vera betri. Ísland með boltann. Átta mörk og tæpar sextán eftir. Ef Ísland nær að hleypa spennu í þennan leik yrði það eitt mesta "come-back" Ólympíusögunnar. 08.47 Ísland - Frakkland 14-22 Logi skorar sitt fyrsta mark og fyrsta íslenska markið í átta mínútur. Ótrúlegt. Gille svarar af línunni. Logi skorar aftur. 08.44 Ísland - Frakkland 12-21 B. Gille skorar með langskoti (!) og enn varði Omeyer í næstu sókn. En þá varði Björgvin fyrsta skot íslensku markvarðanna í langan, langan tíma en Arnór fór illa með dauðafæri. Frakkar unnu boltann og Abalo skoraði úr hraðaupphlaupi. 08.41 Ísland - Frakkland 12-19 Frakkar skora og Óli lætur verja frá sér úr víti. Það gengur nákvæmlega ekkert hjá íslenska liðinu. 08.38 Ísland - Frakkland 12-18 Sverre fær að fjúka út af og Frakkar ganga enn og aftur á lagið. Ísland nær samt að skora og er með boltann. 08.34 Ísland - Frakkland 11-16 Snorri Steinn skorar úr fyrstu íslensku sókninni en Frakkar svara þrátt fyrir að vera einum færiri. Michael Guigou labbar í gegnum vörnina og skorar. Frakkar vinna svo boltann. 08.24 Ísland - Frakkland 10-15 - hálfleikur Kominn hálfleikur sem endaði þó á jákvæðum nótum. Íslenska vörnin hrökk aftur í gang og mörkin komu í kjölfarið. Arnór skoraði sérstaklega glæsilegt mark með því að hoppa langt yfir Dinart og klína boltanum í netið. Ísland átti hreint skelfilegan leikkafla um miðbik hálfleiks. Alveg hræðilegan. Ég bara man ekki eftir öðru eins á þessum Ólympíuleikum. Frakkar nýttu sér þennan slæma leikkafla gríðarlega vel og komust sjö mörkum yfir. En Ísland hefur sýnt að þeir geta þetta vel. Þetta verður vissulega erfitt í síðari hálfleik en gullvonin lifir enn. Mörk Íslands (skot): Arnór Atlason 3 (4) Ólafur Stefánsson 3 (6) Róbert Gunnarsson 1 (2) Snorri Steinn Guðjónsson 1/1 (2/2) Alexander Petersson 1 (3) Guðjón Valur Sigurðsson 1 (4) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 3 (12/1, 25%, 20 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (6/1, 10 mínútur) 08.21 Ísland - Frakkland 9-15 Tvö íslensk mörk í röð eftir góðan varnarleik hjá Íslandi. En þá klikkaði vörnin og Burdet skoraði með gegnumbroti. Svo unnu Frakkar boltann. 08.17 Ísland - Frakkland 7-14 Þrjú íslensk mörk á þrettán mínútum. Skelfilegt. Omeyer er frábær og franska vörnin er betri. Frakkar eiga líka alltaf svar í sókninni - alltaf. Ísland sýndi þó á fyrstu mínútunum að þetta er vel hægt. En sjö mörk er rosalega stór munur. En liðið verður að halda áfram. 08.11 Ísland - Frakkland 6-13 Það gengur lítið upp, hvorki í vörn né sókn. Rétt í þessu var Alexander að klúðra hraðaupphlaupi og Frakkar svara með því að fiska víti og skora úr því. 08.08 Ísland - Frakkland 6-11 Frakkar komust í 9-4 þar sem ekkert gekk hjá íslenska liðinu í sókninni. Alexander skoraði þó loksins og var fyrsta mark Íslands í sex mínútur. Karabatic skorar og Ólafur svarar. Gille skorar. 08.01 Ísland - Frakkland 4-7 Jæja, nú verður þetta erfitt. Frakkar komnir þremur mörkum yfir. Thierry Omeyer hefur farið á kostum og varið nokkur skot í röð, til að mynda víti frá Snorra Stein. Frakkar hafa gengið á lagið og skorað þrjú á tveimur mínútum. Ísland tekur leikhlé. 07.58 Ísland - Frakkland 4-5 Tvær sleggjur frá Karabatic í röð. Arnór svarar og B. Gille kemur svo Frökkum yfir af línunni. Nú eru mörkin að koma hratt inn. 07.54 Ísland - Frakkland 3-2 Nú tókst það. Róbert úr hraðauphlaupi eftir að Girault tók glórulaust skot þegar að hornið var galopið fyrir Frakkana. Þeir eru greinilega frekar stressaðir. 07.54 Ísland - Frakkland 2-2 En nú ver Björgvin glæsilega frá Narcisse og aftur heldur Ísland í sókn. En Óli skýtur í frönsku vörnina. Dæmt sóknarbrot á Frakka og aftur fær Ísland tækifæri til að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Það tekst ekki og Frakkar halda boltanum. Það verður ekki skorað mikið í þessum leik. 07.50 Ísland - Frakkland 2-2 Frakkar taka langa sókn og eiga í vandræðum með sterka íslenska vörn. Narcisse skorar þó í lokin með hörkuskoti. Arnór fiskar svo víti og Snorri jafnar metin. 07.47 Ísland - Frakkland 1-1 Óli með gegnumbrot og fyrsta mark Íslands staðreynd. Mikið rosalega vona ég að hann verði með svona tólf mörk í dag. Ísland vinnur boltann en Óli lætur verja frá sér. 07.45 Ísland - Frakkland 0-1 Úff. Leikurinn er hafinn. Frakkar byrja með boltann. Þvílík spenna - hvernig á þetta eftir að enda eiginlega??? Burdet skorar fyrsta markið. 07.38 Leið Frakka í úrslitin Frakkar hafa enn ekki tapað leik á Ólympíuleikunum í Peking. Vonandi breytist það í dag. Hér eru leikir Frakka á Ólympíuleikunum til þessa. Frakkland - Brasilía 34-26 Kína - Frakkland 19-33 Frakkland - Króatía 23-19 Frakkland - Spánn 28-21 Pólland - Frakkland 30-30 Frakkland - Rússland 27-24 Króatía - Frakkland 23-25 07.34 Stemningin er svakaleg Hér sit ég einn fyrir framan tölvuskjá og sjónvarp. Stemningin í Smáralindinni er rosaleg og ég get bara rétt ímyndað mér hvernig staðan er á flestum íslensku heimilum landsins. Það er eins gott að njóta stundarinnar eins og Óli myndi segja, við vitum aldrei hvenær hún kemur aftur. Óli myndi líka segja að allt væri nákvæmlega eins og þetta ætti að vera. Verum þakklát fyrir það. Ekkert *bíb* í dag, takk fyrir. Verum bara ógeðslega jákvæð og þakklát. 07.28 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér á þessum fallega sunnudagsmorgni. Þessum sögulega sunnudagsmorgni því sama hvernig fer í dag eru Ólympíuverðlaun í húsi og aðeins í fjórða sinn í sögu íslenskrar íþróttasögu sem það gerist. En auðvitað vonast allir til þess að handboltalandsliðið vinni fyrsta gull Íslands frá upphafi í dag. En stærsta hindrunin er eftir og það er franska landsliðið. Frakkar eru fyrrum heims- og Evrópumeistarar og eiga aðeins eftir að bæta Ólympíugullinu í safnið sitt. Þeir ætla sér sigur og ekkert annað í dag. Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Stærsti munurinn á liðunum í dag fólst í því að Thierry Omeyer, markvörður Frakka og án nokkurs vafa langbesti handboltamarkvörður heims, átti frábæran dag og lokaði á köflum franska markinu. Frakkar spiluðu einnig gríðarlega sterka vörn og öflugan sóknarleik. Frakkland eiga bestu skyttu í heimi - Nikola Karabatic - sem skoraði átta mörk í dag. Greinilegt var að íslensku leikmennirnir mættu gríðarvel stemmdir til leiks því fyrstu mínúturnar voru þær bestu í leiknum. Ísland náði forystunni, 3-2, eftir níu mínútna leik en þá komu tvær sleggjur í röð frá Karabatic. Arnór svaraði með góðu marki en þar með var íslensku mótspyrnunni lokið. Frakkar skoruðu fjögur mörk í röð og á næstu þrettán mínútum skoruðu Frakkar tíu mörk gegn þremur. Staðan í hálfleik var 15-10 í hálfleik eftir ágætan leikkafla undir lok hálfleiksins en ekki tók betra við í upphafi þess síðara. Eftir tvö mörk á fyrstu tveimur mínútunum í síðari hálfleik skoraði Ísland ekki mark í tæpar átta mínútur. Á þeim tíma komust Frakkar í níu marka forystu, 21-12. Eftir það slökuðu Frakkar á klónni og Íslendingar komust aðeins betur inn í leikinn. Björgvin Páll fór að verja en hvorki hann né Hreiðar höfðu varið bolta síðan snemma í fyrri hálfleik. En það var bara of lítill tími til stefnu. Niðurstaðan var fimm marka sigur Frakka og gullið var þeirra. Margir lykilmanna íslenska liðsins fundu sig ekki í dag. Enginn átti góðan dag í sókninni og sterkustu varnarmenn Íslands náðu sér ekki heldur á strik. Engu að síður er niðurstaðan glæsileg fyrir íslenska landsliðið. Silfurverðlaun á Ólympíuleikum er glæsilegur árangur, sérstaklega í liðsíþrótt. Þetta eru fyrstu verðlaun Íslands á stórmóti í handbolta og í fyrsta sinn sem Ísland vinnur verðlaun í liðsíþrótt á Ólympíuleikum. Tölfræði leiksins: Ísland - Frakkland 23-28 (10-15) Gangur leiksins: 0-1, 2-2, 3-2, 3-4, 4-4, 4-8, 7-14, (10-15), 12-18, 12-21, 15-24, 17-25, 19-25, 22-27, 23-28. Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 5 (11/1) Snorri Steinn Guðjónsson 4/3 (6/4) Arnór Atlason 4 (6) Logi Geirsson 3 (7) Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9) Alexander Petersson 2 (5) Sigfús Sigurðsson 1 (2) Róbert Gunnarsson 1 (2) Skotnýting: 23/49, 47% Vítanýting: Skorað úr 3 af 5. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10 (32/1, 31%, 50 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (6/1, 10 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Guðjón Valur 2, Róbert 1). Fiskuð víti: Róbert 2, Sigfús 1, Guðjón Valur 1 og Arnór 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Frökkum: Nikola Karabatic 8 Bertrand Gille 5 Luc Abalo 4 Cedric Burdet 4 Skotnýting: 28/42, 67% Vítanýting: Skorað úr 2 af 2. Varin skot: Thierry Omeyer 22 (42/4, 52%, 57 mínútur) Daouda Karaboue 0 (3/1, 3 mínútur) Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 Utan vallar: 8 mínútur 09.10 Ísland - Frakkland 23-28 Leiknum er lokið með fimm marka sigri Frakka. Frakkar voru einfaldlega betri á öllum sviðum í dag - flóknara er það ekki. En ég gleðst með íslenska handboltalandsliðinu. Þvílíkur árangur. Þvílíkt afrek. Strákarnir gráta. Ég skil þá vel. Spennufallið er mikið. Auðvitað eru vonbrigðin mikil líka enda annálaðir keppnismenn sem ætluðu sér sigur í dag. Þeir þurfa ekkert að skammast sín. Betra að klikka nú í úrslitaleiknum en að eiga slæman leik í til dæmis fjórðungsúrslitunum. Silfrið bíður. SILFUR!!! 09.07 Ísland - Frakkland 23-28 Til hamingju, Frakkland, með gullið. Til hamingju, Ísland, með silfrið. Ein og hálf eftir. ÍSLAND VANN SILFUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM! ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!!! 09.00 Ísland - Frakkland 19-25 Jæja, nú er þetta bara því miður búið. Omeyer hefur varið úr tveimur góðum færum í röð sem er bara of mikið. Hann hefur varið nítján skot í dag og verið Íslendingum allra erfiðastur í franska liðinu. Sigfús skorar þó úr hraðaupphlaupi og Ísland vinnur aftur boltann. Guðjón í hraðaupphlaupi og Omeyer fær tveggja mínútna brottvísun. Snorri skorar úr vítinu. Rúmar sex mínútur eftir og sex marka munur. Kannski er ekki öll nótt úti enn? 08.57 Ísland - Frakkland 17-24 Tvö íslensk mörk í röð og Frakkar missa mann af velli. Sjö mörk og tæpar tíu mínútur eftir. 08.53 Ísland - Frakkland 15-24 Þrettán mínútur eftir og níu marka munur. Er þetta hægt? 08.49 Ísland - Frakkland 15-23 Björgvin byrjaður að verja mjög vel en vörnin þarf að vera betri. Ísland með boltann. Átta mörk og tæpar sextán eftir. Ef Ísland nær að hleypa spennu í þennan leik yrði það eitt mesta "come-back" Ólympíusögunnar. 08.47 Ísland - Frakkland 14-22 Logi skorar sitt fyrsta mark og fyrsta íslenska markið í átta mínútur. Ótrúlegt. Gille svarar af línunni. Logi skorar aftur. 08.44 Ísland - Frakkland 12-21 B. Gille skorar með langskoti (!) og enn varði Omeyer í næstu sókn. En þá varði Björgvin fyrsta skot íslensku markvarðanna í langan, langan tíma en Arnór fór illa með dauðafæri. Frakkar unnu boltann og Abalo skoraði úr hraðaupphlaupi. 08.41 Ísland - Frakkland 12-19 Frakkar skora og Óli lætur verja frá sér úr víti. Það gengur nákvæmlega ekkert hjá íslenska liðinu. 08.38 Ísland - Frakkland 12-18 Sverre fær að fjúka út af og Frakkar ganga enn og aftur á lagið. Ísland nær samt að skora og er með boltann. 08.34 Ísland - Frakkland 11-16 Snorri Steinn skorar úr fyrstu íslensku sókninni en Frakkar svara þrátt fyrir að vera einum færiri. Michael Guigou labbar í gegnum vörnina og skorar. Frakkar vinna svo boltann. 08.24 Ísland - Frakkland 10-15 - hálfleikur Kominn hálfleikur sem endaði þó á jákvæðum nótum. Íslenska vörnin hrökk aftur í gang og mörkin komu í kjölfarið. Arnór skoraði sérstaklega glæsilegt mark með því að hoppa langt yfir Dinart og klína boltanum í netið. Ísland átti hreint skelfilegan leikkafla um miðbik hálfleiks. Alveg hræðilegan. Ég bara man ekki eftir öðru eins á þessum Ólympíuleikum. Frakkar nýttu sér þennan slæma leikkafla gríðarlega vel og komust sjö mörkum yfir. En Ísland hefur sýnt að þeir geta þetta vel. Þetta verður vissulega erfitt í síðari hálfleik en gullvonin lifir enn. Mörk Íslands (skot): Arnór Atlason 3 (4) Ólafur Stefánsson 3 (6) Róbert Gunnarsson 1 (2) Snorri Steinn Guðjónsson 1/1 (2/2) Alexander Petersson 1 (3) Guðjón Valur Sigurðsson 1 (4) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 3 (12/1, 25%, 20 mínútur) Hreiðar Guðmundsson 0 (6/1, 10 mínútur) 08.21 Ísland - Frakkland 9-15 Tvö íslensk mörk í röð eftir góðan varnarleik hjá Íslandi. En þá klikkaði vörnin og Burdet skoraði með gegnumbroti. Svo unnu Frakkar boltann. 08.17 Ísland - Frakkland 7-14 Þrjú íslensk mörk á þrettán mínútum. Skelfilegt. Omeyer er frábær og franska vörnin er betri. Frakkar eiga líka alltaf svar í sókninni - alltaf. Ísland sýndi þó á fyrstu mínútunum að þetta er vel hægt. En sjö mörk er rosalega stór munur. En liðið verður að halda áfram. 08.11 Ísland - Frakkland 6-13 Það gengur lítið upp, hvorki í vörn né sókn. Rétt í þessu var Alexander að klúðra hraðaupphlaupi og Frakkar svara með því að fiska víti og skora úr því. 08.08 Ísland - Frakkland 6-11 Frakkar komust í 9-4 þar sem ekkert gekk hjá íslenska liðinu í sókninni. Alexander skoraði þó loksins og var fyrsta mark Íslands í sex mínútur. Karabatic skorar og Ólafur svarar. Gille skorar. 08.01 Ísland - Frakkland 4-7 Jæja, nú verður þetta erfitt. Frakkar komnir þremur mörkum yfir. Thierry Omeyer hefur farið á kostum og varið nokkur skot í röð, til að mynda víti frá Snorra Stein. Frakkar hafa gengið á lagið og skorað þrjú á tveimur mínútum. Ísland tekur leikhlé. 07.58 Ísland - Frakkland 4-5 Tvær sleggjur frá Karabatic í röð. Arnór svarar og B. Gille kemur svo Frökkum yfir af línunni. Nú eru mörkin að koma hratt inn. 07.54 Ísland - Frakkland 3-2 Nú tókst það. Róbert úr hraðauphlaupi eftir að Girault tók glórulaust skot þegar að hornið var galopið fyrir Frakkana. Þeir eru greinilega frekar stressaðir. 07.54 Ísland - Frakkland 2-2 En nú ver Björgvin glæsilega frá Narcisse og aftur heldur Ísland í sókn. En Óli skýtur í frönsku vörnina. Dæmt sóknarbrot á Frakka og aftur fær Ísland tækifæri til að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Það tekst ekki og Frakkar halda boltanum. Það verður ekki skorað mikið í þessum leik. 07.50 Ísland - Frakkland 2-2 Frakkar taka langa sókn og eiga í vandræðum með sterka íslenska vörn. Narcisse skorar þó í lokin með hörkuskoti. Arnór fiskar svo víti og Snorri jafnar metin. 07.47 Ísland - Frakkland 1-1 Óli með gegnumbrot og fyrsta mark Íslands staðreynd. Mikið rosalega vona ég að hann verði með svona tólf mörk í dag. Ísland vinnur boltann en Óli lætur verja frá sér. 07.45 Ísland - Frakkland 0-1 Úff. Leikurinn er hafinn. Frakkar byrja með boltann. Þvílík spenna - hvernig á þetta eftir að enda eiginlega??? Burdet skorar fyrsta markið. 07.38 Leið Frakka í úrslitin Frakkar hafa enn ekki tapað leik á Ólympíuleikunum í Peking. Vonandi breytist það í dag. Hér eru leikir Frakka á Ólympíuleikunum til þessa. Frakkland - Brasilía 34-26 Kína - Frakkland 19-33 Frakkland - Króatía 23-19 Frakkland - Spánn 28-21 Pólland - Frakkland 30-30 Frakkland - Rússland 27-24 Króatía - Frakkland 23-25 07.34 Stemningin er svakaleg Hér sit ég einn fyrir framan tölvuskjá og sjónvarp. Stemningin í Smáralindinni er rosaleg og ég get bara rétt ímyndað mér hvernig staðan er á flestum íslensku heimilum landsins. Það er eins gott að njóta stundarinnar eins og Óli myndi segja, við vitum aldrei hvenær hún kemur aftur. Óli myndi líka segja að allt væri nákvæmlega eins og þetta ætti að vera. Verum þakklát fyrir það. Ekkert *bíb* í dag, takk fyrir. Verum bara ógeðslega jákvæð og þakklát. 07.28 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér á þessum fallega sunnudagsmorgni. Þessum sögulega sunnudagsmorgni því sama hvernig fer í dag eru Ólympíuverðlaun í húsi og aðeins í fjórða sinn í sögu íslenskrar íþróttasögu sem það gerist. En auðvitað vonast allir til þess að handboltalandsliðið vinni fyrsta gull Íslands frá upphafi í dag. En stærsta hindrunin er eftir og það er franska landsliðið. Frakkar eru fyrrum heims- og Evrópumeistarar og eiga aðeins eftir að bæta Ólympíugullinu í safnið sitt. Þeir ætla sér sigur og ekkert annað í dag.
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira