Handbolti

Aftur tapaði FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason, leikmaður FCK.
Arnór Atlason, leikmaður FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson

Danmerkurmeistarar FCK töpuðu í kvöld sínum þriðja leik af sjö í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í þetta sinn fyrir Nordsjælland, 33-28.

Gísli Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Nordsjælland í kvöld en Arnór Atlason tvö fyrir FCK. Guðlaugur Arnarsson komst ekki á blað fyrir síðarnefnda liðið.

GOG gerði í kvöld jafntefli við Kolding á útivelli, 31-31. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG.

Bjerringbro-Silkeborg er á toppi deildarinnar með tólf stig, rétt eins og Skjern en bæði unnu þau sína leiki í kvöld.

Nordsjælland er í fimmta stæi með átta stig, FCK í sjötta einnig með átta en GOG í því sjöunda með sjö stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×