Fastur í fangabúðum 6. nóvember 2008 07:00 Á Flótta Steve Zahn og Christian Bale í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Rescue Dawn. Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum. Íslensk kvikmyndahús taka myndina Rescue Dawn til sýninga nú um helgina, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra. Rescue Dawn er eins konar endurgerð á heimildarmyndinni Little Dieter needs to fly frá árinu 1997, en Herzog var einnig leikstjóri hennar. Í Rescue Dawn fá áhorfendur að kynnast sannri sögu flugmannsins Dieters Dengler, þýskættaðs Bandaríkjamanns, sem berst í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum, en er skotinn niður af óvinum og tekinn til fanga. Hans bíður grimmileg vist í fangabúðum djúpt inni í frumskóginum ásamt öðrum bandarískum föngum þar sem þeir eru sveltir og pyntaðir. Dengler missir þó aldrei vonina og lífsviljann, heldur leggur á ráðin um að flýja úr búðunum. Dengler og samfangar hans hrinda flóttaáætlun sinni í framkvæmd, en þurfa í kjölfarið að lifa af ferðalag í gegnum óvæginn frumskóginn. Saga Denglers er sannarlega með merkilegri lífsafkomusögum síðari ára og því ekki undarlegt að hún þyki prýðilegt efni í kvikmynd. Jafnframt þarf fæstum að koma það mikið á óvart að leikstjórinn Werner Herzog hafi heillast af sögu hans, en Herzog hefur áður laðast að því að myndgera lífshlaup manna sem hafa óvenjuleg lífsviðhorf og takast á við náttúruna á beinan hátt. Þessi stef voru til að mynda einnig afar áberandi í heimildarmyndinni Grizzly Man frá árinu 2005, en þar notaðist Herzog við upptökur og viðtöl til þess að lýsa lífi og dauða bjarndýraáhugamannsins Timothy Trackwell, sem lifði sínu lífi að miklu leyti utan mannlegs samfélags. Rescue Dawn hefur víðast hvar erlendis fengið góða dóma í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Hún fær einkunnina 90% á vefsíðunni www.rottentomatoes.com og 7,6 stig af tíu á vefsíðunni www.imdb.com. Herzog þykir koma raunalegri sögu hins kjarkaða Denglers vel til skila og ekki síst þykir Christian Bale standa sig vel í aðalhlutverki myndarinnar. Sýning myndarinnar í kvikmyndahúsum hér er því augljóslega fagnaðarefni fyrir aðdáendur þessara tveggja listamanna sem og allra sem njóta þess að sjá myndir um sigur mannsandans. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog snýr aftur með enn eina myndina um óvenjuleg átök manns og náttúru. Myndin skartar stjörnunum Christian Bale og Steve Zhan í aðalhlutverkum. Íslensk kvikmyndahús taka myndina Rescue Dawn til sýninga nú um helgina, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra. Rescue Dawn er eins konar endurgerð á heimildarmyndinni Little Dieter needs to fly frá árinu 1997, en Herzog var einnig leikstjóri hennar. Í Rescue Dawn fá áhorfendur að kynnast sannri sögu flugmannsins Dieters Dengler, þýskættaðs Bandaríkjamanns, sem berst í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum, en er skotinn niður af óvinum og tekinn til fanga. Hans bíður grimmileg vist í fangabúðum djúpt inni í frumskóginum ásamt öðrum bandarískum föngum þar sem þeir eru sveltir og pyntaðir. Dengler missir þó aldrei vonina og lífsviljann, heldur leggur á ráðin um að flýja úr búðunum. Dengler og samfangar hans hrinda flóttaáætlun sinni í framkvæmd, en þurfa í kjölfarið að lifa af ferðalag í gegnum óvæginn frumskóginn. Saga Denglers er sannarlega með merkilegri lífsafkomusögum síðari ára og því ekki undarlegt að hún þyki prýðilegt efni í kvikmynd. Jafnframt þarf fæstum að koma það mikið á óvart að leikstjórinn Werner Herzog hafi heillast af sögu hans, en Herzog hefur áður laðast að því að myndgera lífshlaup manna sem hafa óvenjuleg lífsviðhorf og takast á við náttúruna á beinan hátt. Þessi stef voru til að mynda einnig afar áberandi í heimildarmyndinni Grizzly Man frá árinu 2005, en þar notaðist Herzog við upptökur og viðtöl til þess að lýsa lífi og dauða bjarndýraáhugamannsins Timothy Trackwell, sem lifði sínu lífi að miklu leyti utan mannlegs samfélags. Rescue Dawn hefur víðast hvar erlendis fengið góða dóma í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Hún fær einkunnina 90% á vefsíðunni www.rottentomatoes.com og 7,6 stig af tíu á vefsíðunni www.imdb.com. Herzog þykir koma raunalegri sögu hins kjarkaða Denglers vel til skila og ekki síst þykir Christian Bale standa sig vel í aðalhlutverki myndarinnar. Sýning myndarinnar í kvikmyndahúsum hér er því augljóslega fagnaðarefni fyrir aðdáendur þessara tveggja listamanna sem og allra sem njóta þess að sjá myndir um sigur mannsandans.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira