Erlent

Fundu maurategund sem lifað hefur á jörðinni í 120 milljón ár

Þýskir líffræðingar hafa fundið nýja tegund af maurum sem taldir eru hafa lifað á jörðinni í 120 milljónir ára. Eru maurarnir því elsta núlifandi tegund dýra sem vitað er um.

Líffræðingarnir, sem vinna vð Náttúrufræðistofnunina í Karlsruhe, fundu maurategundina í Amazon frumskóginum í fyrra en maurar þessir eru aðeins 0,3 millimetrar á lengd. Lífræðingarnir vona að maurar þessir varpi ljósi á þróun maura almennt á jörðinni.

Upphaflega fannst svipuð tegund af maur í regnskógum Brasilíu árið 2003 en það eintak eyðilagðist á rannsóknarstofu áður en hægt var að rannsaka það.

Maurategund þessi hefur hlotið vísindanafnið Martialis heureka og er hún fyrsta áður óþekkta maurategundin sem finnst á jörðinni síðan árið 1923.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×