Öfgakenndar sveiflur á Wall Street 16. október 2008 20:48 Öfgakenndar sveiflur voru á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna liggja í þeim taugatitringi sem gætir á meðal fjárfesta. Þannig féll gengi hlutabréfa talsvert við upphaf viðskiptadagsins vestra í dag eftir að opinberar tölur sýndu fram á samdrátt í framleiðslu. Orðrómur um hugsanlegan samruna netleitarfyrirtækisins Yahoo og Microsoft fór á ný á kreik í dag og keyrði það upp gengi hlutabréfa í fyrirtækinu. Hækkunin smitaði út frá sér til annarra fyrirtækja og rauk Nasdag-vísitalan, sem samanstendur af fyrirtækjum í tæknigeiranum, upp um 5,49 prósent. Þá hækkaði Dow Jones hlutabréfavísitalan um 4,68 prósent. Associated Press-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum vestanhafs að fátt jákvætt liggi í loftinu um þarlent efnahagslíf. Reikna megi með fleiri dögum líkt og í vikunni þar sem vísitölur rjúka upp og niður um nokkur prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Öfgakenndar sveiflur voru á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur segja ástæðuna liggja í þeim taugatitringi sem gætir á meðal fjárfesta. Þannig féll gengi hlutabréfa talsvert við upphaf viðskiptadagsins vestra í dag eftir að opinberar tölur sýndu fram á samdrátt í framleiðslu. Orðrómur um hugsanlegan samruna netleitarfyrirtækisins Yahoo og Microsoft fór á ný á kreik í dag og keyrði það upp gengi hlutabréfa í fyrirtækinu. Hækkunin smitaði út frá sér til annarra fyrirtækja og rauk Nasdag-vísitalan, sem samanstendur af fyrirtækjum í tæknigeiranum, upp um 5,49 prósent. Þá hækkaði Dow Jones hlutabréfavísitalan um 4,68 prósent. Associated Press-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum vestanhafs að fátt jákvætt liggi í loftinu um þarlent efnahagslíf. Reikna megi með fleiri dögum líkt og í vikunni þar sem vísitölur rjúka upp og niður um nokkur prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira