Bandarískir fjárfestar skelfingu lostnir 17. september 2008 20:32 Skelfing greip um sig á Wall Street í dag. Þeir óttast að fleiri fjármálafyrirtæki muni verða gjaldþrota á næstunni. Mynd/AP Björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda á bandaríska tryggingarisanum AIG olli miklum taugatitringi í röðum fjárfesta þar í landi í dag. Óttast þeir að fjöldi fjármálafyrirtækja standi illa og muni falla undir gjaldþrotahamarinn á næstunni. Ótti þeirra leiddi til þess að fjárfestar losuðu mikið af stöðum sínum í bandarískum fjármálafyrirtækjum og leituðu skjóls í varanlegri eignum, svo sem í skuldabréfum og gulli. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fólust í því að hið opinbera lánar tryggingarisanum 85 milljarða dala, jafnvirði átta þúsund milljarða íslenskra króna, til næstu tveggja ára svo það geti mætti skuldbindingum sínum. Við þetta eignast ríkið tæpan áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Staða fyrirtækisins þykir af slæm en gjaldþrot þess hefði haft margfalt víðtækari afleiðingar í för með sér en gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers myndi nokkurn tíma hafa. Að því er Associated Press-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum vestanhafs í dag eru fjárfestar skelfingu lostnir um horfur í efnahagslífinu, ekki síst af ótta við að fleiri fjármálafyrirtæki fari undir græna torfu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil fjögur prósent og liggur nú í rúmum 10.600 stigum og hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2005. Nasdaq-vísitalan 4,6 prósent á sama tíma. Nasdaq-vísitalan liggur í rétt tæpum 2.100 stigum. Hún hefur ekki legið undir 2.000 stigunum síðan snemma í maí árið 2005. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda á bandaríska tryggingarisanum AIG olli miklum taugatitringi í röðum fjárfesta þar í landi í dag. Óttast þeir að fjöldi fjármálafyrirtækja standi illa og muni falla undir gjaldþrotahamarinn á næstunni. Ótti þeirra leiddi til þess að fjárfestar losuðu mikið af stöðum sínum í bandarískum fjármálafyrirtækjum og leituðu skjóls í varanlegri eignum, svo sem í skuldabréfum og gulli. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fólust í því að hið opinbera lánar tryggingarisanum 85 milljarða dala, jafnvirði átta þúsund milljarða íslenskra króna, til næstu tveggja ára svo það geti mætti skuldbindingum sínum. Við þetta eignast ríkið tæpan áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Staða fyrirtækisins þykir af slæm en gjaldþrot þess hefði haft margfalt víðtækari afleiðingar í för með sér en gjaldþrot bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers myndi nokkurn tíma hafa. Að því er Associated Press-fréttastofan hefur eftir sérfræðingum vestanhafs í dag eru fjárfestar skelfingu lostnir um horfur í efnahagslífinu, ekki síst af ótta við að fleiri fjármálafyrirtæki fari undir græna torfu. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um heil fjögur prósent og liggur nú í rúmum 10.600 stigum og hefur ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2005. Nasdaq-vísitalan 4,6 prósent á sama tíma. Nasdaq-vísitalan liggur í rétt tæpum 2.100 stigum. Hún hefur ekki legið undir 2.000 stigunum síðan snemma í maí árið 2005.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira