Evrópusambandið hefur ákveðið að skipa pólskum skipasmíðastöðvum að endurgreiða styrki sem þær hafa fengið frá pólska ríkinu.
Þetta var niðurstaðan eftir þriggja ára rannsókn á skipasmíðastöðvunum í Gdynia og Sesjen. Um er að ræða hundruð milljóna evra og endurgreiðsla myndi að öllum líkindum setja stöðvarnar á hausinn.
Í þeim vinna 8.200 manns og þær smíða 18 skip á ári. Pólverjar sem gengu í Evrópusambandið árið 2004 munu væntanlega berjast um á hæl og hnakka til að losna undan þessari kvöð.