Hætta á borgarastyrjöld í Líbanon Guðjón Helgason skrifar 9. maí 2008 18:30 Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld. Erlent Fréttir Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. Líbanar hafa verið forsetalausir frá 23. nóvember í fyrra. Ríkisstjórnin og stjórnarandstöðuþingmenn Hizbollah-samtakanna hafa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna embættinu. Til átaka kom á götum úti í höfuðborginni milli Hizbollah liða og stuðningsmanna stjórnvalda á miðvikudaginn þegar yfirvöld lýstu því yfir að síma- og sjónvarpsþjónustu samtakanna væri ógn við öryggi í landinu. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, sagði það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Hizbollah liðar svöruðu með því að hertaka sjónvarpsstöð í eigu bandamanna ríkisstjórnarinnar og skrúfa fyrir útsendingar. Þeir lögðu einnig elda að höfuðstöðvum dagblaðs í eigu þeirra sömu. 11 hið minnsta hafa fallið, aðallega almennir borgarar. Tugir hafa særst. Í morgun var svo ljóst að Hizbollah liðar hefðu völdin í nær allri Beirútborg sem þeir hafa síðan lokað með vegatálmum. Ráðamenn í Líbanon segja þetta valdarán sem miði að því hleypa Sýrlendingum eftur inn í landið. Ráðamenn í Damaskus kölluðu herlið sitt heim frá Líbanon 2005 og hafa ætíð neitað því að þeir hafi haft eða reyni að hafa áhrif á stjón mála í landinu. Borgarastyrjöld geisaði síðast í Líbanon á árunum 1975 til 1990. Sýrlendingar og Ísraelar drógust inn í þau átök sem kostuðu fjölmörg mannslíf. Herinn hefur enn ekki blandast í átökin nú og verði svo áfram gæti það komið í veg fyrir aðra borgarastyrjöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira