Tónlist

Fjölmenni á íslenskri tónlistarhátíð

Íslendingar á London Airwaves Hljómsveitin FM Belfast kom fram á London Airwaves á föstudagskvöld. Sveitinni var vel fagnað, sérstaklega af Íslendingum á svæðinu.
Íslendingar á London Airwaves Hljómsveitin FM Belfast kom fram á London Airwaves á föstudagskvöld. Sveitinni var vel fagnað, sérstaklega af Íslendingum á svæðinu.

Íslenska tónlistarhátíðin London Airwaves var haldin á átta skemmtistöðum í Shoreditch-hverfinu í London á föstudagskvöld. Hátíðin þótti heppnast ágætlega og var vel sótt. Íslensku hljómsveitirnar FM Belfast og Steed Lord komu fram. Íslensku listamönnunum var vel fagnað af samlöndum þeirra sem sóttu hátíðina.

Talið er að um tvö þúsund manns hafi sótt London Airwaves.

Hr. Örlygur, sem hefur veg og vanda af Iceland Airwaves-hátíðinni, sá um skipulagningu London Airwaves. Að sögn Þorsteins Stephensen, eiganda Hr. Örlygs, hefur mikil vinna farið í að koma hátíðinni á laggirnar. Þannig hefur fjöldi Íslendinga unnið í London undanfarið.

Auk þess hafa tvö bresk fyrirtæki unnið að kynningarstarfsemi og nokkrir þarlendir einstaklingar hafa hjálpað við kynningar. Þetta skilaði sínu því talsvert var fjallað um London Airwaves í breskum fjölmiðlum í síðustu viku og víða var mælt með hátíðinni sem einum af athyglisverðustu viðburðum helgarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×