Rússar eru nokkuð ánægðir með niðurstöðuna af fundi Evrópusambandsins vegna Georgíu, í gær.
Rússneska utanríkisráðuneytið segir að vísu að Rússar séu ósammála því að þeir hafi beitt óþarflega miklu hervaldi í Georgíu.
Hinsvegar hafi Evrópusambandið sýnt ábyrgð þegar ekki var orðið við tillögum um að beita Rússland refsiaðgerðum.