Massa fremstur á ráslínu í Singapúr 27. september 2008 15:24 Brasilíumaðurinn Felipe Massa náði besta tíma í tímatökum á götum Singapúr í dag. Tímatakan fór fram að kvöldlagi að staðartíma á flóðlýstri götubraut. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji. Allir fyrstu sex ökumennirnir á ráslínu eiga möguleika á meistaratitili ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. Hamilton er með eins stigs forskot á Massa, en Robert Kubica og Kimi Raikkönen koma næstir. Tímatakan var mjög spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en síðustu bílar komu í endamark í lokaumferðinni. Massa lagði línurnar í næst síðasta hring og var með besta tíma. En Hamilton bætti um betur í lokahring sínum, en Massa svaraði að bragði og hirti fyrsta sætið. Mikil oru vonbrigði Fernando Alonso í dag. Hann var með besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og ók vel í fyrstu umferð tímatökunnar. En í annarri umferð dó á bílnum og hann verður aðeins fimmtándi á ráslínu. Sjá ítarefni um mótið í Singapúr Tímarnir í tímatökunni 1. Massa Ferrari 1:44.801 2. Hamilton McLaren 1:45.465 3. Raikkonen Ferrari 1:45.617 4. Kubica BMW Sauber 1:45.779 5. Kovalainen McLaren 1:45.873 6. Heidfeld BMW Sauber 1:45.964 7. Vettel Toro Rosso 1:46.244 8. Glock Toyota 1:46.328 9. Rosberg Williams-Toyota 1:46.611 10. Nakajima Williams-Toyota 1:47.547 11. Trulli Toyota 1:45.038 12. Button Honda 1:45.133 13. Webber Red Bull-Renault 1:45.212 14. Coulthard Red Bull-Renault 1:45.298 15. Alonso Renault engin tími 16. Piquet Renault 1:46.037 17. Bourdais Toro Rosso- 1:46.389 18. Barrichello Honda 1:46.583 19. Sutil Force India 1:47.940 20. Fisichella Force India Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa náði besta tíma í tímatökum á götum Singapúr í dag. Tímatakan fór fram að kvöldlagi að staðartíma á flóðlýstri götubraut. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Kimi Raikkönen á Ferrari þriðji. Allir fyrstu sex ökumennirnir á ráslínu eiga möguleika á meistaratitili ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. Hamilton er með eins stigs forskot á Massa, en Robert Kubica og Kimi Raikkönen koma næstir. Tímatakan var mjög spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en síðustu bílar komu í endamark í lokaumferðinni. Massa lagði línurnar í næst síðasta hring og var með besta tíma. En Hamilton bætti um betur í lokahring sínum, en Massa svaraði að bragði og hirti fyrsta sætið. Mikil oru vonbrigði Fernando Alonso í dag. Hann var með besta tíma á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og ók vel í fyrstu umferð tímatökunnar. En í annarri umferð dó á bílnum og hann verður aðeins fimmtándi á ráslínu. Sjá ítarefni um mótið í Singapúr Tímarnir í tímatökunni 1. Massa Ferrari 1:44.801 2. Hamilton McLaren 1:45.465 3. Raikkonen Ferrari 1:45.617 4. Kubica BMW Sauber 1:45.779 5. Kovalainen McLaren 1:45.873 6. Heidfeld BMW Sauber 1:45.964 7. Vettel Toro Rosso 1:46.244 8. Glock Toyota 1:46.328 9. Rosberg Williams-Toyota 1:46.611 10. Nakajima Williams-Toyota 1:47.547 11. Trulli Toyota 1:45.038 12. Button Honda 1:45.133 13. Webber Red Bull-Renault 1:45.212 14. Coulthard Red Bull-Renault 1:45.298 15. Alonso Renault engin tími 16. Piquet Renault 1:46.037 17. Bourdais Toro Rosso- 1:46.389 18. Barrichello Honda 1:46.583 19. Sutil Force India 1:47.940 20. Fisichella Force India
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira