Abbas reynir að styrkja sig í sessi Óli tynes skrifar 3. maí 2008 17:22 Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land. Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land.
Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira